Innlent

Hafís færist nær

Hafís er að færast nær landi á Vestfjörðum og eru sjófarendur varaðir við ísnum. Í ískönnunarflugi Landhelgisgæslunnar í gær var ísinn 18 sjómílur norðvestur af Barðanum, 20 sjómílur norðvestur af Straumnesi og 22 sjómílur norðaustur af Horni.

Þetta eru svonefndar ísspangir, en ekki sáust borgarísjakar né stakir jakar. Veðurstofan og Landhelgisgæslan fylgjast með framvindu mála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×