Innlent

Flughált á Bretlandseyjum

MYND/AP

Hálkuviðvörun er nú í gildi um gjörvallt Bretland en landsmenn hafa á síðustu dögum upplifað lengsta kuldakast í að minnsta kosti þrjá áratugi.

Veðurfræðingar búast við því að frost verði um mestallt landið en lát er á mikilli snjókomu sem verið hefur síðustu daga. Almenningssamgöngur sem víða fóru úr skorðum eru nú að mestu komnar í lag en flugfarþegar hafa þó verið varaðir við töfum á næstu dögum og nokkrum ferðum hefur þegar verið frestað í dag.

Þá eru saltbirgðir sveitastjórna næstum á þrotum og því hefur verið tekið upp á því að salta aðeins aðalgötur og hraðbrautir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×