Innlent

Ekið á tvö ljósastaura og kveikt í þeim þriðja

Þrír ljósastaurar á höfuðborgarsvæðinu urðu fyrir áföllum í nótt. Fyrst ók ölvaður ökumaður á ljósastaur á Arnarnesvegi við Sólarsali. Staurinn féll og bíllinn stór skemmdist, en ökumaðurinn reyndist ölvaður.

Þá var eldfimum vökva úðað á ljósastaur við Fífuhvammsveg og kveikt í. Staurinn stór skemmdist, og loks var bíl ekið á ljósastaur neðst í Ártúnsbrekku á þriðja tímanum í nótt.

Bílnum hafði verið stolið og komst þjófurinn undan á hlaupum. Lögregla telur sig vita hver hann er og leitar hans nú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×