Innlent

Dæmd fyrir að svíkja leigubílstjóra

Konan lét aka sér til Selfoss.
Konan lét aka sér til Selfoss.

Kona á fertugsaldri var dæmd í mánaðarlangt fangelsi, skilorðsbundið til eins árs, fyrir að svíkja leigubílstjóra í júní á síðasta ári. Konan hringdi á leigubíl sem sótti hana á biljarðstofu í Faxafeni í Reykjavík.

Hún lét hann svo aka sér til Selfoss þar sem hún er búsett. Þegar þangað var komið stakk hún af frá tæplega sextán þúsund króna skuld.

Konan greiddi leigubílstjóranum skuldina og játaði brot sitt greiðlega. Hún hefur áður gerst brotleg við lögin, meðal annars fyrir þjófnað.

Það var Héraðsdómur Suðurlands sem kvaddi dóminn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×