Styð Guðmund Vigni til stjórnlagaþings 7-9-13 Hrólfur Jónsson skrifar 16. nóvember 2010 13:19 Þegar ég hóf störf hjá Slökkviliði Reykjavíkur 1980 var Guðmundur Vignir þegar búinn að vera starfsmaður liðsins til nokkurra ára. Fljótt tókust með okkur kynni enda á svipuðum aldri og bakgrunnurinn um margt líkur. Síðan þá höfum við Guðmundur átt margvísleg samskipti. Það hefur tengst faglegum málefnum slökkviliðsmanna, réttindabaráttu þeirra, stofnun Landssambands slökkviliðsmanna og kjarabaráttu. Seinna þegar Guðmundur var orðinn framkvæmdastjóri Knattspyrnufélagsins Þróttar, ég þá byrjaður á öðrum starfsvettvangi líka eins og Guðmundur. Og nú síðustu ár höfum við Guðmundur síðan verið samstarfsmenn á Framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar. Ég tel mig því þekkja Guðmund mjög vel, eiginleika hans og hæfileika, bæði sem samstarfsmanns, í sumum tilvikum á öndverðum meiði og eins sem félaga utan við argaþras hins daglega amsturs. Okkur hefur alltaf tekist að hafa samskiptin opin og hreinskiptin. Það vil ég ekki síst þakka heiðarleika Guðmundar, sem kemur svo oft fram í störfum hans. En einnig því að maður getur alltaf treyst því að Guðmundur segir það sem hann meinar, en er ekki bara að segja eitthvað sem hann heldur að falli í kramið á hverju tíma. Hann er ósérhlífinn og spyr ekki þegar hann ræðst í verkefnin, „hvað skyldi nú vera í þessu fyrir mig?" heldur hugsar hann þau áfram og leitar leiða til sátta án þess þó að tapa sjónar á meginmarkmiðum og því sem hann hefur verið valinn til að standa fyrir á hverjum tíma. Og bland við sín eigin gildi. Einn af þeim eiginleikum í fari fólks sem er ekki oft minnst á og stundum jafnvel talið til veikleika, þó svo ég sé ekki þeirrar skoðunar, er góðmennska fólks. Mér finnst Guðmundur góður maður og hef ég oft reynt hann af þessum eiginleikum og lífsskoðun. Hann bregður ekki fæti né talar hann illa um annað fólk. Hann er laus við sleggjudóma og fordóma og er tilbúinn að hlusta á sjónarmið annarra.Og langrækinn er hann ekki sem er oft svo góður eiginleiki. Mér koma því ekki á óvart þau stefnumál sem Guðmundur Vignir hefur valið sér. Full mannréttindi, jafnrétti og virkt lýðræði ásamt fleirum sem koma fram í stefnuyfirlýsingu hans. Lýðræðisást er oft meiri í orði en á borði. Stjórnmál snúast gjarnan um hið gagnstæða, að tryggja sérhagsmuni og viðtekin völd. Þessu þurfum við að breyta. Ég verð að viðurkenna að fyrirfram hef ég ekki mikla trú á því ferli sem framundan er með stjórnlagaþingi. Að það náist sá árangur sem við vonumst til í betri stjórnarskrá til handa okkur Íslendingum. En þetta var sú leið sem valin var og fyrir liggur að verði farin. Ég ætla því að gefa þessu séns. Og þar skiptir auðvitað mestu máli hverjir veljast til verksins. Og þess vegna er ég tilbúinn til að styðja Guðmund Vigni til þessa vandasama verks. Ég vil jafnframt hvetja aðra til að taka virkan þátt, kynna sér frambjóðendur og umfram allt mæta á kjörstað þegar þar að kemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Þegar ég hóf störf hjá Slökkviliði Reykjavíkur 1980 var Guðmundur Vignir þegar búinn að vera starfsmaður liðsins til nokkurra ára. Fljótt tókust með okkur kynni enda á svipuðum aldri og bakgrunnurinn um margt líkur. Síðan þá höfum við Guðmundur átt margvísleg samskipti. Það hefur tengst faglegum málefnum slökkviliðsmanna, réttindabaráttu þeirra, stofnun Landssambands slökkviliðsmanna og kjarabaráttu. Seinna þegar Guðmundur var orðinn framkvæmdastjóri Knattspyrnufélagsins Þróttar, ég þá byrjaður á öðrum starfsvettvangi líka eins og Guðmundur. Og nú síðustu ár höfum við Guðmundur síðan verið samstarfsmenn á Framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar. Ég tel mig því þekkja Guðmund mjög vel, eiginleika hans og hæfileika, bæði sem samstarfsmanns, í sumum tilvikum á öndverðum meiði og eins sem félaga utan við argaþras hins daglega amsturs. Okkur hefur alltaf tekist að hafa samskiptin opin og hreinskiptin. Það vil ég ekki síst þakka heiðarleika Guðmundar, sem kemur svo oft fram í störfum hans. En einnig því að maður getur alltaf treyst því að Guðmundur segir það sem hann meinar, en er ekki bara að segja eitthvað sem hann heldur að falli í kramið á hverju tíma. Hann er ósérhlífinn og spyr ekki þegar hann ræðst í verkefnin, „hvað skyldi nú vera í þessu fyrir mig?" heldur hugsar hann þau áfram og leitar leiða til sátta án þess þó að tapa sjónar á meginmarkmiðum og því sem hann hefur verið valinn til að standa fyrir á hverjum tíma. Og bland við sín eigin gildi. Einn af þeim eiginleikum í fari fólks sem er ekki oft minnst á og stundum jafnvel talið til veikleika, þó svo ég sé ekki þeirrar skoðunar, er góðmennska fólks. Mér finnst Guðmundur góður maður og hef ég oft reynt hann af þessum eiginleikum og lífsskoðun. Hann bregður ekki fæti né talar hann illa um annað fólk. Hann er laus við sleggjudóma og fordóma og er tilbúinn að hlusta á sjónarmið annarra.Og langrækinn er hann ekki sem er oft svo góður eiginleiki. Mér koma því ekki á óvart þau stefnumál sem Guðmundur Vignir hefur valið sér. Full mannréttindi, jafnrétti og virkt lýðræði ásamt fleirum sem koma fram í stefnuyfirlýsingu hans. Lýðræðisást er oft meiri í orði en á borði. Stjórnmál snúast gjarnan um hið gagnstæða, að tryggja sérhagsmuni og viðtekin völd. Þessu þurfum við að breyta. Ég verð að viðurkenna að fyrirfram hef ég ekki mikla trú á því ferli sem framundan er með stjórnlagaþingi. Að það náist sá árangur sem við vonumst til í betri stjórnarskrá til handa okkur Íslendingum. En þetta var sú leið sem valin var og fyrir liggur að verði farin. Ég ætla því að gefa þessu séns. Og þar skiptir auðvitað mestu máli hverjir veljast til verksins. Og þess vegna er ég tilbúinn til að styðja Guðmund Vigni til þessa vandasama verks. Ég vil jafnframt hvetja aðra til að taka virkan þátt, kynna sér frambjóðendur og umfram allt mæta á kjörstað þegar þar að kemur.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar