Styð Guðmund Vigni til stjórnlagaþings 7-9-13 Hrólfur Jónsson skrifar 16. nóvember 2010 13:19 Þegar ég hóf störf hjá Slökkviliði Reykjavíkur 1980 var Guðmundur Vignir þegar búinn að vera starfsmaður liðsins til nokkurra ára. Fljótt tókust með okkur kynni enda á svipuðum aldri og bakgrunnurinn um margt líkur. Síðan þá höfum við Guðmundur átt margvísleg samskipti. Það hefur tengst faglegum málefnum slökkviliðsmanna, réttindabaráttu þeirra, stofnun Landssambands slökkviliðsmanna og kjarabaráttu. Seinna þegar Guðmundur var orðinn framkvæmdastjóri Knattspyrnufélagsins Þróttar, ég þá byrjaður á öðrum starfsvettvangi líka eins og Guðmundur. Og nú síðustu ár höfum við Guðmundur síðan verið samstarfsmenn á Framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar. Ég tel mig því þekkja Guðmund mjög vel, eiginleika hans og hæfileika, bæði sem samstarfsmanns, í sumum tilvikum á öndverðum meiði og eins sem félaga utan við argaþras hins daglega amsturs. Okkur hefur alltaf tekist að hafa samskiptin opin og hreinskiptin. Það vil ég ekki síst þakka heiðarleika Guðmundar, sem kemur svo oft fram í störfum hans. En einnig því að maður getur alltaf treyst því að Guðmundur segir það sem hann meinar, en er ekki bara að segja eitthvað sem hann heldur að falli í kramið á hverju tíma. Hann er ósérhlífinn og spyr ekki þegar hann ræðst í verkefnin, „hvað skyldi nú vera í þessu fyrir mig?" heldur hugsar hann þau áfram og leitar leiða til sátta án þess þó að tapa sjónar á meginmarkmiðum og því sem hann hefur verið valinn til að standa fyrir á hverjum tíma. Og bland við sín eigin gildi. Einn af þeim eiginleikum í fari fólks sem er ekki oft minnst á og stundum jafnvel talið til veikleika, þó svo ég sé ekki þeirrar skoðunar, er góðmennska fólks. Mér finnst Guðmundur góður maður og hef ég oft reynt hann af þessum eiginleikum og lífsskoðun. Hann bregður ekki fæti né talar hann illa um annað fólk. Hann er laus við sleggjudóma og fordóma og er tilbúinn að hlusta á sjónarmið annarra.Og langrækinn er hann ekki sem er oft svo góður eiginleiki. Mér koma því ekki á óvart þau stefnumál sem Guðmundur Vignir hefur valið sér. Full mannréttindi, jafnrétti og virkt lýðræði ásamt fleirum sem koma fram í stefnuyfirlýsingu hans. Lýðræðisást er oft meiri í orði en á borði. Stjórnmál snúast gjarnan um hið gagnstæða, að tryggja sérhagsmuni og viðtekin völd. Þessu þurfum við að breyta. Ég verð að viðurkenna að fyrirfram hef ég ekki mikla trú á því ferli sem framundan er með stjórnlagaþingi. Að það náist sá árangur sem við vonumst til í betri stjórnarskrá til handa okkur Íslendingum. En þetta var sú leið sem valin var og fyrir liggur að verði farin. Ég ætla því að gefa þessu séns. Og þar skiptir auðvitað mestu máli hverjir veljast til verksins. Og þess vegna er ég tilbúinn til að styðja Guðmund Vigni til þessa vandasama verks. Ég vil jafnframt hvetja aðra til að taka virkan þátt, kynna sér frambjóðendur og umfram allt mæta á kjörstað þegar þar að kemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Þegar ég hóf störf hjá Slökkviliði Reykjavíkur 1980 var Guðmundur Vignir þegar búinn að vera starfsmaður liðsins til nokkurra ára. Fljótt tókust með okkur kynni enda á svipuðum aldri og bakgrunnurinn um margt líkur. Síðan þá höfum við Guðmundur átt margvísleg samskipti. Það hefur tengst faglegum málefnum slökkviliðsmanna, réttindabaráttu þeirra, stofnun Landssambands slökkviliðsmanna og kjarabaráttu. Seinna þegar Guðmundur var orðinn framkvæmdastjóri Knattspyrnufélagsins Þróttar, ég þá byrjaður á öðrum starfsvettvangi líka eins og Guðmundur. Og nú síðustu ár höfum við Guðmundur síðan verið samstarfsmenn á Framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar. Ég tel mig því þekkja Guðmund mjög vel, eiginleika hans og hæfileika, bæði sem samstarfsmanns, í sumum tilvikum á öndverðum meiði og eins sem félaga utan við argaþras hins daglega amsturs. Okkur hefur alltaf tekist að hafa samskiptin opin og hreinskiptin. Það vil ég ekki síst þakka heiðarleika Guðmundar, sem kemur svo oft fram í störfum hans. En einnig því að maður getur alltaf treyst því að Guðmundur segir það sem hann meinar, en er ekki bara að segja eitthvað sem hann heldur að falli í kramið á hverju tíma. Hann er ósérhlífinn og spyr ekki þegar hann ræðst í verkefnin, „hvað skyldi nú vera í þessu fyrir mig?" heldur hugsar hann þau áfram og leitar leiða til sátta án þess þó að tapa sjónar á meginmarkmiðum og því sem hann hefur verið valinn til að standa fyrir á hverjum tíma. Og bland við sín eigin gildi. Einn af þeim eiginleikum í fari fólks sem er ekki oft minnst á og stundum jafnvel talið til veikleika, þó svo ég sé ekki þeirrar skoðunar, er góðmennska fólks. Mér finnst Guðmundur góður maður og hef ég oft reynt hann af þessum eiginleikum og lífsskoðun. Hann bregður ekki fæti né talar hann illa um annað fólk. Hann er laus við sleggjudóma og fordóma og er tilbúinn að hlusta á sjónarmið annarra.Og langrækinn er hann ekki sem er oft svo góður eiginleiki. Mér koma því ekki á óvart þau stefnumál sem Guðmundur Vignir hefur valið sér. Full mannréttindi, jafnrétti og virkt lýðræði ásamt fleirum sem koma fram í stefnuyfirlýsingu hans. Lýðræðisást er oft meiri í orði en á borði. Stjórnmál snúast gjarnan um hið gagnstæða, að tryggja sérhagsmuni og viðtekin völd. Þessu þurfum við að breyta. Ég verð að viðurkenna að fyrirfram hef ég ekki mikla trú á því ferli sem framundan er með stjórnlagaþingi. Að það náist sá árangur sem við vonumst til í betri stjórnarskrá til handa okkur Íslendingum. En þetta var sú leið sem valin var og fyrir liggur að verði farin. Ég ætla því að gefa þessu séns. Og þar skiptir auðvitað mestu máli hverjir veljast til verksins. Og þess vegna er ég tilbúinn til að styðja Guðmund Vigni til þessa vandasama verks. Ég vil jafnframt hvetja aðra til að taka virkan þátt, kynna sér frambjóðendur og umfram allt mæta á kjörstað þegar þar að kemur.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun