LCD Soundsystem getur ekki klikkað – 7, 9, 13 20. maí 2010 17:00 James Murphy er eldri, þroskaðri og jafnvel hrokafyllri en áður. Danspönkhljómsveitin LCD Soundsystem sendi frá sér plötuna This Is Happening í byrjun vikunnar. Platan er hugsanlega svanasöngur hljómsveitarinnar eftir að hafa starfað í aðeins átta ár. LCD Soundsystem er verkefni bandaríska upptökustjórans James Murphy. Gagnrýnendur hafa verið um borð í LCD-bátnum frá upphafi, en tvær fyrstu plötur hljómsveitarinnar eru með 86 af 100 mögulegum í meðaleinkunn á vefsíðunni Metacritic.com. Nýja platan virðist ætla að fara sömu leið þar sem hún er þegar komin með meðaleinkunn upp á 87. Það er eins og LCD Soundsystem geti hreinlega ekki klikkað. Murphy hefur látið hafa eftir sér að This is Happening sé besta plata LCD Soundsystem. Rachael Maddux, gagnrýnandi tímaritsins Paste, er sammála. Hún segir að platan sé full af orku, sem minni einna helst á fyrstu plötu hljómsveitarinnar. Andy Beta, gagnrýnandi tónlistartímaritsins Spin, tekur í svipaðan streng og gefur plötunni fjóra af fimm mögulegum. Hann talar einnig um að platan hljómi öðruvísi en fyrri verk þar sem hún er tekin upp í glæsivillu upptökustjórans Ricks Rubin í stjörnuborginni Los Angeles. Hann segir að smáskífulagið Drunk Girls sé það eina á plötunni sem sé sniðið eftir formúlu popptónlistarinnar. Hin lögin koma þar af leiðandi meira á óvart. Andy segir ástæðuna fyrir því að Murphy sé eldri, þroskaðri og jafnvel hrokafyllri en áður. Þrátt fyrir að platan virðist ætla að vera enn einn sigurinn fyrir James Murphy er framtíðin óljós. Hann segist ekki vera viss um að hann geri fleiri plötur undir merki LCD Soundsystem. This Is Happening gæti því verið svanasöngurinn, en það má þó búast við að þessi mikli snillingur haldi áfram að gera tónlist um ókomna tíð. atlifannar@frettabladid.is Hér er myndbandið við lagið Drunk Girls. Hægt er að hlusta á plötuna hér á heimasíðu LCD Soundsystem. Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira
Danspönkhljómsveitin LCD Soundsystem sendi frá sér plötuna This Is Happening í byrjun vikunnar. Platan er hugsanlega svanasöngur hljómsveitarinnar eftir að hafa starfað í aðeins átta ár. LCD Soundsystem er verkefni bandaríska upptökustjórans James Murphy. Gagnrýnendur hafa verið um borð í LCD-bátnum frá upphafi, en tvær fyrstu plötur hljómsveitarinnar eru með 86 af 100 mögulegum í meðaleinkunn á vefsíðunni Metacritic.com. Nýja platan virðist ætla að fara sömu leið þar sem hún er þegar komin með meðaleinkunn upp á 87. Það er eins og LCD Soundsystem geti hreinlega ekki klikkað. Murphy hefur látið hafa eftir sér að This is Happening sé besta plata LCD Soundsystem. Rachael Maddux, gagnrýnandi tímaritsins Paste, er sammála. Hún segir að platan sé full af orku, sem minni einna helst á fyrstu plötu hljómsveitarinnar. Andy Beta, gagnrýnandi tónlistartímaritsins Spin, tekur í svipaðan streng og gefur plötunni fjóra af fimm mögulegum. Hann talar einnig um að platan hljómi öðruvísi en fyrri verk þar sem hún er tekin upp í glæsivillu upptökustjórans Ricks Rubin í stjörnuborginni Los Angeles. Hann segir að smáskífulagið Drunk Girls sé það eina á plötunni sem sé sniðið eftir formúlu popptónlistarinnar. Hin lögin koma þar af leiðandi meira á óvart. Andy segir ástæðuna fyrir því að Murphy sé eldri, þroskaðri og jafnvel hrokafyllri en áður. Þrátt fyrir að platan virðist ætla að vera enn einn sigurinn fyrir James Murphy er framtíðin óljós. Hann segist ekki vera viss um að hann geri fleiri plötur undir merki LCD Soundsystem. This Is Happening gæti því verið svanasöngurinn, en það má þó búast við að þessi mikli snillingur haldi áfram að gera tónlist um ókomna tíð. atlifannar@frettabladid.is Hér er myndbandið við lagið Drunk Girls. Hægt er að hlusta á plötuna hér á heimasíðu LCD Soundsystem.
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira