Innlent

Minni skjálftavirkni norðaustur af Siglufirði

Mynd/www.vedur.is
Mynd/www.vedur.is
Skjálftahrinan sem hófst norðaustur af Siglufirði laust fyrir klukkan sex í gærkvöldi með skjálfta upp á 3,4 á Richter hjaðnaði í nótt. Skömmu eftir fyrsta skjálftann varð annar upp á 3,3 á Richter en síðan hafa eftirskjálftarnir verið mun minni og orðið strjálli í nótt. Fyrstu skjálftarnir fundust vel á Siglufriði og í Ólafsfirði, en ekkert tjón hlaust af þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×