Erlent

Stuðningurinn við Íra samþykktur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Brian Cowen segir að þetta hafi verið besti samningurinn sem Írar áttu kost á. Mynd/ afp.
Brian Cowen segir að þetta hafi verið besti samningurinn sem Írar áttu kost á. Mynd/ afp.
Fjármálaráðherrar þeirra ríkja sem eiga aðild að evrusamstarfi náðu samkomulagi seinni partinn í dag um fjárhagsaðstoð við Írland. Upphæð fjárhæðarinnar sem Írland fær nemur 85 milljörðum evra.

Um 35 milljörðum evra verður veitt í bankakerfið en um 50 milljarðar fara í rekstur ríkissjóðs.

Lánið er veitt með 5,8% vöxtum. Það er litlu hærra en vextirnir sem Grikkland fékk á sínu láni, en þeir námu um 5,2%.

Brian Cowen, forsætisráðherra Írlands, sagði í samtali við fjölmiðla að um væri að ræða besta samninginn sem Írar ættu möguleika á.

Þeir sem eiga aðild að samningnum eru Evrópusambandið, Seðlabanki Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn annars vegar og hins vegar Írar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×