José González: Íslendingar uppteknir af tónlist, drykkju og partíum 5. október 2010 19:00 José González treður upp með hljómsveit sinni Junip í Iðnó föstudagskvöldið 15. október á Airwaves-hátíðinni. Sænska hljómsveitin Junip með tónlistarmanninn José González í fararbroddi spilar í Iðnó föstudagskvöldið 15. október á Airwaves-hátíðinni. Þetta verður í þriðja sinn sem González spilar á hátíðinni. Síðast steig hann þar á svið fyrir fjórum árum og í bæði skiptin var hann einn með kassagítarinn og spilaði lög frá vel heppnuðum sólóferli sínum. „Ég hlakka mikið til. Ég hef haldið tvenna sólótónleika þarna og ég elska þessa hátíð. Ég man að sumir Íslendingar höfðu hlustað mikið á EP-plötuna okkar Black Refugee og ég hugsaði með mér að það væri gaman að fara þangað með Junip einhvern tímann," segir González, sem á argentíska foreldra en er fæddur og uppalinn í Svíþjóð. Junip var stofnuð árið 1998 og er einnig skipuð trommaranum Elias Araya og hljómborðsleikaranum Tobias Winterkorn. „Ég átti nokkur sólólög og spilaði þau stundum fyrir Elias. Hann lagði til að við prófuðum að spila þau með hljómsveit og þannig byrjuðum við," segir González. „Ég og Elias höfðum þekkst síðan við vorum litlir. Við spiluðum saman í harðkjarnabandi og þekktum Tobias líka úr harðkjarnasenunni. Hann var söngvari í harðkjarnabandi í næsta bæjarfélagi." Junip hefur á ferli sínum gefið út eina sjö tommu plötu og EP-plötuna Black Refugee, sem vakti athygli margra á sveitinni. Núna, fimm árum síðar, er fyrsta stóra platan, Fields, loksins komin út. „Þegar ég var að gefa út aðra plötuna mína ræddum við um hvort við ættum að gera eitthvað meira með Junip eða bara segja þetta gott. Við ákváðum að gefa hljómsveitinni alvöru tækifæri eftir að ég væri búinn að fylgja plötunni eftir," segir González. Aðspurður segir hann að æfingarnar hafi gengið vel þrátt fyrir fimm ára hléið. „Um leið og við fórum að djamma hljómaði þetta vel. Það var dálítill léttir, því ég hélt að þetta gæti tekið einhvern tíma," segir hann og bætir við: „Mér finnst mjög gaman að gefa út öðruvísi tónlist en ég er að semja fyrir sjálfan mig. Það er öðruvísi stemning á tónleikum og miklu meira að gerast, enda erum við fimm á sviðinu. Þegar við vorum að taka upp plötuna ákváðum við að semja hana þannig að fleiri gætu spilað lögin á tónleikum. Fyrir mig hefur þetta verið sannkölluð tónlistarbomba. Ég hef fengið mikinn innblástur og er þegar byrjaður að semja ný lög bæði fyrir sjálfan mig og Junip." González er langt í frá orðinn þreyttur á að heimsækja Ísland. „Ég hef komið þangað tvisvar en bara verið í stuttan tíma í hvort skiptið. Ég man að fólkið var mjög upptekið af tónlist, drykkju og partístandi. Öllu á sama tíma. Það hafði mikil áhrif á mig og þetta var ljúfur tími þar sem ég hitti mikið af skemmtilegu fólki," segir hann. „Ég er þegar búinn að fara í Bláa lónið þannig að kannski leigi ég bíl og fer eitthvað út í náttúruna. En það kemur bara í ljós." freyr@frettabladid.is Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Menning Fleiri fréttir Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Sjá meira
Sænska hljómsveitin Junip með tónlistarmanninn José González í fararbroddi spilar í Iðnó föstudagskvöldið 15. október á Airwaves-hátíðinni. Þetta verður í þriðja sinn sem González spilar á hátíðinni. Síðast steig hann þar á svið fyrir fjórum árum og í bæði skiptin var hann einn með kassagítarinn og spilaði lög frá vel heppnuðum sólóferli sínum. „Ég hlakka mikið til. Ég hef haldið tvenna sólótónleika þarna og ég elska þessa hátíð. Ég man að sumir Íslendingar höfðu hlustað mikið á EP-plötuna okkar Black Refugee og ég hugsaði með mér að það væri gaman að fara þangað með Junip einhvern tímann," segir González, sem á argentíska foreldra en er fæddur og uppalinn í Svíþjóð. Junip var stofnuð árið 1998 og er einnig skipuð trommaranum Elias Araya og hljómborðsleikaranum Tobias Winterkorn. „Ég átti nokkur sólólög og spilaði þau stundum fyrir Elias. Hann lagði til að við prófuðum að spila þau með hljómsveit og þannig byrjuðum við," segir González. „Ég og Elias höfðum þekkst síðan við vorum litlir. Við spiluðum saman í harðkjarnabandi og þekktum Tobias líka úr harðkjarnasenunni. Hann var söngvari í harðkjarnabandi í næsta bæjarfélagi." Junip hefur á ferli sínum gefið út eina sjö tommu plötu og EP-plötuna Black Refugee, sem vakti athygli margra á sveitinni. Núna, fimm árum síðar, er fyrsta stóra platan, Fields, loksins komin út. „Þegar ég var að gefa út aðra plötuna mína ræddum við um hvort við ættum að gera eitthvað meira með Junip eða bara segja þetta gott. Við ákváðum að gefa hljómsveitinni alvöru tækifæri eftir að ég væri búinn að fylgja plötunni eftir," segir González. Aðspurður segir hann að æfingarnar hafi gengið vel þrátt fyrir fimm ára hléið. „Um leið og við fórum að djamma hljómaði þetta vel. Það var dálítill léttir, því ég hélt að þetta gæti tekið einhvern tíma," segir hann og bætir við: „Mér finnst mjög gaman að gefa út öðruvísi tónlist en ég er að semja fyrir sjálfan mig. Það er öðruvísi stemning á tónleikum og miklu meira að gerast, enda erum við fimm á sviðinu. Þegar við vorum að taka upp plötuna ákváðum við að semja hana þannig að fleiri gætu spilað lögin á tónleikum. Fyrir mig hefur þetta verið sannkölluð tónlistarbomba. Ég hef fengið mikinn innblástur og er þegar byrjaður að semja ný lög bæði fyrir sjálfan mig og Junip." González er langt í frá orðinn þreyttur á að heimsækja Ísland. „Ég hef komið þangað tvisvar en bara verið í stuttan tíma í hvort skiptið. Ég man að fólkið var mjög upptekið af tónlist, drykkju og partístandi. Öllu á sama tíma. Það hafði mikil áhrif á mig og þetta var ljúfur tími þar sem ég hitti mikið af skemmtilegu fólki," segir hann. „Ég er þegar búinn að fara í Bláa lónið þannig að kannski leigi ég bíl og fer eitthvað út í náttúruna. En það kemur bara í ljós." freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Menning Fleiri fréttir Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Sjá meira