Allt stefnir í ofveiði 16. desember 2010 04:00 Norðmenn og ESB ætla sér meirihluta makrílaflans án tillits til annarra fiskveiðiþjóða. fréttablaðið/óskar Noregur og Evrópusambandið (ESB) hafa tilkynnt að Norðmenn ætli að taka sér 183 þúsund tonn af makríl á næsta ári en að ESB taki sér 401 þúsund tonn. Samtals eru þetta 584 þúsund tonn en ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) hljóðar upp á 646 þúsund tonn. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir þessa ákvörðun bera lítil merki ábyrgrar nálgunar. „Þeir ætla okkur, Færeyingum og Rússum samtals 62 þúsund tonn af rausn sinni. Í ár er kvóti okkar 130 þúsund tonn, Færeyinga 85 þúsund tonn og Rússa 45 þúsund tonn. Við höfum gert þeim skýra grein fyrir því að við ætlum að halda okkar hlut. Því leiðir þessi ákvörðun þeirra óhjákvæmilega til að veiðin fer vel fram úr veiðiráðgjöfinni, sem er slæmt.“ Hann segir Íslendinga í fullum rétti til að kveða á um veiðar á makríl innan íslensku efnahagslögsögunnar. Ísland hafi sama rétt og Noregur og Evrópusambandsríkin til að veiða makríl. „Veiðar okkar eru jafn lögmætar og þeirra þrátt fyrir eilífar ásakanir um annað. Það er hins vegar á ábyrgð allra hlutaðeigandi aðila að komast að samkomulagi um heildarstjórn makrílveiðanna. Það hefur því miður ekki tekist enda eru hugmyndir Norðmanna og ESB um að við veiðum einungis 3,1 prósent heildaraflans, eða um tuttugu þúsund tonn, algjörlega óraunhæfar,“ segir Friðrik. - shá Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Noregur og Evrópusambandið (ESB) hafa tilkynnt að Norðmenn ætli að taka sér 183 þúsund tonn af makríl á næsta ári en að ESB taki sér 401 þúsund tonn. Samtals eru þetta 584 þúsund tonn en ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) hljóðar upp á 646 þúsund tonn. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir þessa ákvörðun bera lítil merki ábyrgrar nálgunar. „Þeir ætla okkur, Færeyingum og Rússum samtals 62 þúsund tonn af rausn sinni. Í ár er kvóti okkar 130 þúsund tonn, Færeyinga 85 þúsund tonn og Rússa 45 þúsund tonn. Við höfum gert þeim skýra grein fyrir því að við ætlum að halda okkar hlut. Því leiðir þessi ákvörðun þeirra óhjákvæmilega til að veiðin fer vel fram úr veiðiráðgjöfinni, sem er slæmt.“ Hann segir Íslendinga í fullum rétti til að kveða á um veiðar á makríl innan íslensku efnahagslögsögunnar. Ísland hafi sama rétt og Noregur og Evrópusambandsríkin til að veiða makríl. „Veiðar okkar eru jafn lögmætar og þeirra þrátt fyrir eilífar ásakanir um annað. Það er hins vegar á ábyrgð allra hlutaðeigandi aðila að komast að samkomulagi um heildarstjórn makrílveiðanna. Það hefur því miður ekki tekist enda eru hugmyndir Norðmanna og ESB um að við veiðum einungis 3,1 prósent heildaraflans, eða um tuttugu þúsund tonn, algjörlega óraunhæfar,“ segir Friðrik. - shá
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira