Lífið

Meira Photoshop-klúður hjá Sex and the City

Smellið endilega á myndina og skoðið þetta betur.
Smellið endilega á myndina og skoðið þetta betur.
Stelpurnar í Sex and the City hafa kannski elst um nokkur ár síðan þættirnir kláruðust en aðdáendum þeirra er nokk sama. Það sama verður ekki sagt um kynningardeildina þeirra sem útbýr plaköt og annað myndefni fyrir Sex and the City 2.

Við sögðum frá misheppnuðu Photoshop-fikti á plakati fyrir myndina fyrir skemmstu. Svo virðist sem þetta sé gegnumgangandi árátta því á forsíðu á Entertainment Weekly í síðustu viku var það sama uppi á teningnum.

Aðalleikkonurnar líta aftur út eins og teiknimyndapersónur á myndinni og ef einhver skyldi efast um að myndvinnsluforrit hafi verið notað er honum bent á vinstri handlegg Söruh Jessicu Parker, sem bræðist saman við hægri handlegg Kim Catrall.

Hér er svo hitt plakatið sem við sögðum frá um daginn.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.