Innlent

Askan nær til borgarinnar

MYND/Stefán

Aska frá Eyjafjallajökli berst nú yfir höfuðborgarsvæðið í suðaustlægri átt sem nú er ríkjandi. Gildi svifriks á mælum í borginni hafa hækkað hratt en búist er við úrkomu og þá er reiknað með að gildin lækki hratt á ný. Klukkan hálffjögur var hálftímagildi svifryks í mælistöðinni á Grensásvegi 318 míkrógrömm á rúmmetra að því er fram kemur í tillkynningu frá Reykjavíkurborg. Einnig eru gildin há í mælistöðinni í Hafnarfirði.

„Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til," segir ennfremur um leið og þeim sem eru með viðkvæm öndunarfæri er bent á að vera innandyra yfir háannatímann í umferðinni.

Ekki er þó víst að að styrkur svifryks fari yfir sólarhrings-heilsuverndarmörk í dag en þau er 50 míkrógrömm á rúmmetra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×