Innlent

Lyklafrumvarpið fast í nefnd í sjö mánuði

Óli Björn skorar á þingheim að grípa frammi fyrir hendur ríkisstjórnarinnar með lyklafrumvarpið og raunar önnur þjóðþrifamál sem dagað hafa uppi í nefndum þingsins.
Óli Björn skorar á þingheim að grípa frammi fyrir hendur ríkisstjórnarinnar með lyklafrumvarpið og raunar önnur þjóðþrifamál sem dagað hafa uppi í nefndum þingsins.
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins skorar á Allsherjarnefnd Alþingis að afgreiða frá sér svokallað lyklafrumvarp Lilju Mósesdóttur þingmanns Vinstri grænna. Óli Björn segir að þetta frumvarp hafi nú setið fast í nefndinni í sjö mánuði.

Þetta kom fram í máli Óla Björns á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. Óli Björn skorar á þingheim að grípa frammi fyrir hendur ríkisstjórnarinnar með lyklafrumvarpið og raunar önnur þjóðþrifamál sem dagað hafa uppi í nefndum þingsins.

Lyklafrumvarpið sem hér um ræðir felur í sér að almenningi, sem ekki ræður lengur við skuldir sínar eða afborganir af húsnæði sínu, verði gert kleyft að skila einfaldlega inn húslyklum sínum og ganga á brott án frekari eftirmála eða gjaldþrotaskipta.

Lilja Mósesdóttir kom síðar í pontu og tók undir þennan málflutning Óla Björns og þakkaði honum fyrir að vekja athygli á málinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×