Lífið

Makelele í rusli yfir sjálfsvígstilraun barnsmóðurinnar

Noemie Lenoir er stórglæsileg kona og þekkt fyrir að sitja fyrir í undirfataauglýsingum.
Noemie Lenoir er stórglæsileg kona og þekkt fyrir að sitja fyrir í undirfataauglýsingum.

Franska fyrirsætan Noemie Lenoir, fyrrum kærasta og barnsmóðir fótboltastjörnunnar Claude Makelele, reyndi sjálfsvíg í íbúð hans í París fyrir helgi.

Lenoir fannst rænulaus í íbúðinni og hafði hún gleypt ógrynnin öll af pillum. Hún er nokkuð þekkt fyrir fyrirsætustörf sín, kom meðal annars fram í auglýsingaherferð fyrir Marks & Spencer og í undirfatasýningum Victoria's Secret.

Makelele og Lenoir eiga fimm ára gamlan son saman. Hann segist vera í rusli yfir sjálfsvígstilrauninni og flaug beint til Parísar til að hjálpa henni að jafna sig.

Lenoir og Makelele þegar allt lék í lyndi.

Fyrir rúmum tveimur árum síðan sagði blaðið News of the World frá sambandi hans og nærfatafyrirsætunnar Katya Prudnikova og þótti það mikill skandall.

Makelele neitar þeim orðrómi að samband hans og annarra kvenna sé orsök sjálfsvígstilraunarinnar. „Sonur okkar er það mikilvægasta í okkar lífi. Ég vil að við stöndum saman sem fjölskylda og myndi aldrei gera neitt til að koma Noemie úr jafnvægi."






Tengdar fréttir

Makelele hyggst hætta eftir tímabilið

Claude Makelele segist ætla að leggja skóna á hilluna eftir yfirstandandi tímabil. Makelele er nú fyrirliði Paris St-Germain í Frakklandi en er þekktastur fyrir veru sína hjá Real Madrid og Chelsea.

Frönsk fótboltastjarna í vanda

Claude Makelele, leikmaður Chelsea á Englandi, er í risavanda eftir að sagt var frá framhjáhaldi hans í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.