Yfirvöld í Pakistan hafa tilkynnt að þau ætla að stórauka útgjöld til öryggis- og varnarmála um 17% frá og með næsta ári. Féð verður að miklu leyti notað í baráttunni gegn talibönum og öðrum hryðjuverkamönnum. Undanfarin þrjú ár hafa meira en 3400 Pakistanar fallið víðsvegar um landið í hryðjuverkaárásum talibana.
Eftir breytinguna munu Pakistanar verja andvirði um fimm milljarða bandaríkjadollara í öryggis- og varnarmál.
