Ástralska ofurfyrirsætan Elle Macpherson, 47 ára, er búin að fá sig fullsadda á umræðunni um vaxtarlag kvenna sem eru í módelbransanum.
Elle, sem er dómari í sjónvarpsseríunni Britain's Next Top Model, hefur verið upptekin við að velja konur sem sækja um að mæta í þáttinn í von um að verða vel launaðar fyrirsætur.
Spurð út í vaxtarlag þátttakenda svaraði Elle:
„Ó ég er orðin svo þreytt á að tala um þetta endalaust! Veistu, ég hef séð allar útgáfur af konum í þessum bransa. Allt frá Raquel Welch til Kate Moss og hver ein og einasta fyrirsæta er falleg. Það skiptir engu máli hvernig þær eru í vextinum."
Búin að fá nóg af tali um vaxtarlag
