Eina leiðin til að skrifa góða stjórnarskrá á 4 mánuðum Gunnar Grímsson skrifar 21. nóvember 2010 13:12 Á komandi Stjórnlagaþingi verður tekist á um mörg mál. Jafnvel þó allir verði sammála um að fara eftir niðurstöðum Þjóðfundarins. Þær eru um sumt skýrar en margt þar er misvísandi og annað sem er hægt að túlka út og suður. Með þessu er ég ekki að kasta rýrð á frábæran Þjóðfund heldur aðeins benda á staðreyndir. Ég hef ekki áhyggjur af því að fólk með mismunandi skoðanir skipi Stjórnlagaþingið. Það er gott og nauðsynlegt. En ég hef áhyggjur af öðru. Vinnulag okkar Íslendinga er því miður allt of oft byggt á því að grípa fyrstu lausnina sem hljómar vel og hlaupa af stað með hana. Og afgreiða í snatri. Við erum ansi góð í því reyndar, betri en margar aðrar þjóðir, hamhleypur til verka. En við erum að fara að skrifa nýja stjórnarskrá og stjórnarskrá skrifuð með þessari aðferð verður seint góð, því miður. Við hreinlega verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að skrifa virkilega góða stjórnarskrá þar sem hvert atriði er vandlega ígrundað og allar lausnir skoðaðar niður í kjölinn. Og fundin bestu rök með og á móti sérhverri lausn til að hægt sé að meta hversu góð hún er. En hvernig á að gera þetta á fjórum mánuðum? Fyrir 20 árum síðan hefði það varla verið hægt. Fyrir 5 árum síðan erfitt en ekki ómögulegt. En í dag er það hægt og í raun auðvelt. Hvernig? Jú, með því að nota nútíma samskiptatæki sem nýtir alla þjóðina til þessara verka. Frumgerð þess tækis var notuð á vefnum Betri Reykjavík sem Besti flokkurinn nýtti sér til að kalla eftir hugmyndum og rökum borgarbúa sem mörg hver fóru inn í málefnaskrá borgarstjórnarmeirihlutans. Ný útgáfa kerfisins er væntanleg á næstunni sem er mun einfaldari og þægilegri í notkun en Betri Reykjavík. Sjá grófa hugmynd áhttp://kjosa.is/myndir/Stjornlagathing_skissa_badar_sidur.png Framkvæmdin er einföld. Lausnin er sett inn í kerfið á einföldu og skýru máli. Allir geta sett inn lausnir en ekki bara Stjórnlagaþingmenn. Og allir geta sett inn rök, með og á móti lausninni. Allir notendur geta síðan merkt hvort rökin eru gagnleg eða ekki. Og gagnlegustu rökin fljóta efst á meðan ruslið og síðri rök hverfa. Úr þessum grunni geta Stjórnlagaþingmenn fundið, á einfaldan og fljótlegan hátt, bestu mögulegu lausnirnar á hverju vandamáli. Þetta er eina færa leiðin til að búa til góða stjórnarskrá á fjórum mánuðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Sjá meira
Á komandi Stjórnlagaþingi verður tekist á um mörg mál. Jafnvel þó allir verði sammála um að fara eftir niðurstöðum Þjóðfundarins. Þær eru um sumt skýrar en margt þar er misvísandi og annað sem er hægt að túlka út og suður. Með þessu er ég ekki að kasta rýrð á frábæran Þjóðfund heldur aðeins benda á staðreyndir. Ég hef ekki áhyggjur af því að fólk með mismunandi skoðanir skipi Stjórnlagaþingið. Það er gott og nauðsynlegt. En ég hef áhyggjur af öðru. Vinnulag okkar Íslendinga er því miður allt of oft byggt á því að grípa fyrstu lausnina sem hljómar vel og hlaupa af stað með hana. Og afgreiða í snatri. Við erum ansi góð í því reyndar, betri en margar aðrar þjóðir, hamhleypur til verka. En við erum að fara að skrifa nýja stjórnarskrá og stjórnarskrá skrifuð með þessari aðferð verður seint góð, því miður. Við hreinlega verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að skrifa virkilega góða stjórnarskrá þar sem hvert atriði er vandlega ígrundað og allar lausnir skoðaðar niður í kjölinn. Og fundin bestu rök með og á móti sérhverri lausn til að hægt sé að meta hversu góð hún er. En hvernig á að gera þetta á fjórum mánuðum? Fyrir 20 árum síðan hefði það varla verið hægt. Fyrir 5 árum síðan erfitt en ekki ómögulegt. En í dag er það hægt og í raun auðvelt. Hvernig? Jú, með því að nota nútíma samskiptatæki sem nýtir alla þjóðina til þessara verka. Frumgerð þess tækis var notuð á vefnum Betri Reykjavík sem Besti flokkurinn nýtti sér til að kalla eftir hugmyndum og rökum borgarbúa sem mörg hver fóru inn í málefnaskrá borgarstjórnarmeirihlutans. Ný útgáfa kerfisins er væntanleg á næstunni sem er mun einfaldari og þægilegri í notkun en Betri Reykjavík. Sjá grófa hugmynd áhttp://kjosa.is/myndir/Stjornlagathing_skissa_badar_sidur.png Framkvæmdin er einföld. Lausnin er sett inn í kerfið á einföldu og skýru máli. Allir geta sett inn lausnir en ekki bara Stjórnlagaþingmenn. Og allir geta sett inn rök, með og á móti lausninni. Allir notendur geta síðan merkt hvort rökin eru gagnleg eða ekki. Og gagnlegustu rökin fljóta efst á meðan ruslið og síðri rök hverfa. Úr þessum grunni geta Stjórnlagaþingmenn fundið, á einfaldan og fljótlegan hátt, bestu mögulegu lausnirnar á hverju vandamáli. Þetta er eina færa leiðin til að búa til góða stjórnarskrá á fjórum mánuðum.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar