Stjörnurnar skína annars staðar en á Edduhátíðinni 24. febrúar 2010 05:00 Margar stjörnur fjarverandi. Gunnar Hansson verður sá eini af fimm tilnefndum í flokknum Meðleikari ársins sem mætir á Edduna. Björn Thors verður að sýna í leikhúsi, rétt eins og Ilmur Kristjánsdóttir og Kristbjörg Kjeld sem tilnefndar eru í flokknum Leikkona ársins í aðalhlutverki. „Þetta er óheppilegt. Gunni verður bara að fá verðlaunin,“ segir Björn Thors sem tilnefndur er í flokknum „meðleikari ársins“ á Edduverðlaunahátíðinni sem er á laugardagskvöld. Fjórir af þeim fimm sem tilnefndir eru í flokki Björns komast ekki á verðlaunahátíðina þar sem þeir eru að sýna í leikhúsum borgarinnar. Björn, Ólafur Darri Ólafsson og Stefán Hallur Stefánsson eru allir að sýna Gerplu í Þjóðleikhúsinu og Rúnar Freyr Gíslason er að leika í Fjölskyldunni í Borgarleikhúsinu á sama tíma. Þetta þýðir að Gunnar Hansson verður sá eini sem tilnefndur er í flokknum „meðleikari ársins“ sem verður viðstaddur Edduna: „Já, er það? Þá verður mjög neyðarlegt ef ég vinn ekki,“ sagði Gunnar þegar Fréttablaðið færði honum þessi tíðindi til Svíþjóðar. „Kannski get ég talað við strákana og fengið að taka á móti verðlaununum fyrir þá? Annars verð ég bara að fara að æfa svipbrigðin, reyna að vera „góði taparinn“. Þetta verður nefnilega mjög neyðarlegt ef ég verð einn í salnum, þá verður myndavélin bara á mér,“ segir Gunnar. „Kannski er tilvalið að nota þetta tækifæri til að auglýsa eftir starfi þetta kvöld. Ef einhver vill fá mig til að skemmta get ég alveg mætt og gert það frítt.“ Hið sama er uppi á teningnum í flokknum „leikkona ársins í aðalhlutverki“. Þar verða Margrét Helga Jóhannsdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir að leika í Fjölskyldunni, Ilmur Kristjánsdóttir að leika í Gerplu og Kristbjörg Kjeld verður að frumsýna Hænuungana. Ilmur Kristjánsdóttir segir leiðinlegt að missa af hátíðinni. „En maður verður bara að dressa sig upp og kíkja á ballið,“ segir hún. „Svo verður maður bara með varaskeifu ef ske kynni að maður ynni.“ Björn Brynjúlfur Björnsson, stjórnarformaður Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, segir vandamálið óhjákvæmilegt. „Þetta er á þannig kvöldi að það er ekki hægt að komast hjá þessu. Það er ekki hægt að loka leikhúsunum,“ segir Björn. „Við höfum alltaf setið uppi með þetta. Við þurfum að hafa þetta um helgi og undanfarið hefur þetta verið á sunnudögum en nú var ákveðið að hafa þetta á laugardagskvöldi og það er auðvitað stórt sýningakvöld. Þetta er bara eins og veðrið – það er bara eins og það er.“ hdm@frettabladid.is Björn Thors/leikari/Fangavaktin/Flottar myndir á bæði breidd og lengd/ Ástríður, Ilmur Kristjánsdóttir, Stöð 2 Kristbjörg Kjeld leikkona Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Sjá meira
„Þetta er óheppilegt. Gunni verður bara að fá verðlaunin,“ segir Björn Thors sem tilnefndur er í flokknum „meðleikari ársins“ á Edduverðlaunahátíðinni sem er á laugardagskvöld. Fjórir af þeim fimm sem tilnefndir eru í flokki Björns komast ekki á verðlaunahátíðina þar sem þeir eru að sýna í leikhúsum borgarinnar. Björn, Ólafur Darri Ólafsson og Stefán Hallur Stefánsson eru allir að sýna Gerplu í Þjóðleikhúsinu og Rúnar Freyr Gíslason er að leika í Fjölskyldunni í Borgarleikhúsinu á sama tíma. Þetta þýðir að Gunnar Hansson verður sá eini sem tilnefndur er í flokknum „meðleikari ársins“ sem verður viðstaddur Edduna: „Já, er það? Þá verður mjög neyðarlegt ef ég vinn ekki,“ sagði Gunnar þegar Fréttablaðið færði honum þessi tíðindi til Svíþjóðar. „Kannski get ég talað við strákana og fengið að taka á móti verðlaununum fyrir þá? Annars verð ég bara að fara að æfa svipbrigðin, reyna að vera „góði taparinn“. Þetta verður nefnilega mjög neyðarlegt ef ég verð einn í salnum, þá verður myndavélin bara á mér,“ segir Gunnar. „Kannski er tilvalið að nota þetta tækifæri til að auglýsa eftir starfi þetta kvöld. Ef einhver vill fá mig til að skemmta get ég alveg mætt og gert það frítt.“ Hið sama er uppi á teningnum í flokknum „leikkona ársins í aðalhlutverki“. Þar verða Margrét Helga Jóhannsdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir að leika í Fjölskyldunni, Ilmur Kristjánsdóttir að leika í Gerplu og Kristbjörg Kjeld verður að frumsýna Hænuungana. Ilmur Kristjánsdóttir segir leiðinlegt að missa af hátíðinni. „En maður verður bara að dressa sig upp og kíkja á ballið,“ segir hún. „Svo verður maður bara með varaskeifu ef ske kynni að maður ynni.“ Björn Brynjúlfur Björnsson, stjórnarformaður Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, segir vandamálið óhjákvæmilegt. „Þetta er á þannig kvöldi að það er ekki hægt að komast hjá þessu. Það er ekki hægt að loka leikhúsunum,“ segir Björn. „Við höfum alltaf setið uppi með þetta. Við þurfum að hafa þetta um helgi og undanfarið hefur þetta verið á sunnudögum en nú var ákveðið að hafa þetta á laugardagskvöldi og það er auðvitað stórt sýningakvöld. Þetta er bara eins og veðrið – það er bara eins og það er.“ hdm@frettabladid.is Björn Thors/leikari/Fangavaktin/Flottar myndir á bæði breidd og lengd/ Ástríður, Ilmur Kristjánsdóttir, Stöð 2 Kristbjörg Kjeld leikkona
Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Sjá meira