Stjörnurnar skína annars staðar en á Edduhátíðinni 24. febrúar 2010 05:00 Margar stjörnur fjarverandi. Gunnar Hansson verður sá eini af fimm tilnefndum í flokknum Meðleikari ársins sem mætir á Edduna. Björn Thors verður að sýna í leikhúsi, rétt eins og Ilmur Kristjánsdóttir og Kristbjörg Kjeld sem tilnefndar eru í flokknum Leikkona ársins í aðalhlutverki. „Þetta er óheppilegt. Gunni verður bara að fá verðlaunin,“ segir Björn Thors sem tilnefndur er í flokknum „meðleikari ársins“ á Edduverðlaunahátíðinni sem er á laugardagskvöld. Fjórir af þeim fimm sem tilnefndir eru í flokki Björns komast ekki á verðlaunahátíðina þar sem þeir eru að sýna í leikhúsum borgarinnar. Björn, Ólafur Darri Ólafsson og Stefán Hallur Stefánsson eru allir að sýna Gerplu í Þjóðleikhúsinu og Rúnar Freyr Gíslason er að leika í Fjölskyldunni í Borgarleikhúsinu á sama tíma. Þetta þýðir að Gunnar Hansson verður sá eini sem tilnefndur er í flokknum „meðleikari ársins“ sem verður viðstaddur Edduna: „Já, er það? Þá verður mjög neyðarlegt ef ég vinn ekki,“ sagði Gunnar þegar Fréttablaðið færði honum þessi tíðindi til Svíþjóðar. „Kannski get ég talað við strákana og fengið að taka á móti verðlaununum fyrir þá? Annars verð ég bara að fara að æfa svipbrigðin, reyna að vera „góði taparinn“. Þetta verður nefnilega mjög neyðarlegt ef ég verð einn í salnum, þá verður myndavélin bara á mér,“ segir Gunnar. „Kannski er tilvalið að nota þetta tækifæri til að auglýsa eftir starfi þetta kvöld. Ef einhver vill fá mig til að skemmta get ég alveg mætt og gert það frítt.“ Hið sama er uppi á teningnum í flokknum „leikkona ársins í aðalhlutverki“. Þar verða Margrét Helga Jóhannsdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir að leika í Fjölskyldunni, Ilmur Kristjánsdóttir að leika í Gerplu og Kristbjörg Kjeld verður að frumsýna Hænuungana. Ilmur Kristjánsdóttir segir leiðinlegt að missa af hátíðinni. „En maður verður bara að dressa sig upp og kíkja á ballið,“ segir hún. „Svo verður maður bara með varaskeifu ef ske kynni að maður ynni.“ Björn Brynjúlfur Björnsson, stjórnarformaður Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, segir vandamálið óhjákvæmilegt. „Þetta er á þannig kvöldi að það er ekki hægt að komast hjá þessu. Það er ekki hægt að loka leikhúsunum,“ segir Björn. „Við höfum alltaf setið uppi með þetta. Við þurfum að hafa þetta um helgi og undanfarið hefur þetta verið á sunnudögum en nú var ákveðið að hafa þetta á laugardagskvöldi og það er auðvitað stórt sýningakvöld. Þetta er bara eins og veðrið – það er bara eins og það er.“ hdm@frettabladid.is Björn Thors/leikari/Fangavaktin/Flottar myndir á bæði breidd og lengd/ Ástríður, Ilmur Kristjánsdóttir, Stöð 2 Kristbjörg Kjeld leikkona Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Joe Cocker látinn Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Þakklát fyrir að alast upp með lítið á milli handanna Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Sjá meira
„Þetta er óheppilegt. Gunni verður bara að fá verðlaunin,“ segir Björn Thors sem tilnefndur er í flokknum „meðleikari ársins“ á Edduverðlaunahátíðinni sem er á laugardagskvöld. Fjórir af þeim fimm sem tilnefndir eru í flokki Björns komast ekki á verðlaunahátíðina þar sem þeir eru að sýna í leikhúsum borgarinnar. Björn, Ólafur Darri Ólafsson og Stefán Hallur Stefánsson eru allir að sýna Gerplu í Þjóðleikhúsinu og Rúnar Freyr Gíslason er að leika í Fjölskyldunni í Borgarleikhúsinu á sama tíma. Þetta þýðir að Gunnar Hansson verður sá eini sem tilnefndur er í flokknum „meðleikari ársins“ sem verður viðstaddur Edduna: „Já, er það? Þá verður mjög neyðarlegt ef ég vinn ekki,“ sagði Gunnar þegar Fréttablaðið færði honum þessi tíðindi til Svíþjóðar. „Kannski get ég talað við strákana og fengið að taka á móti verðlaununum fyrir þá? Annars verð ég bara að fara að æfa svipbrigðin, reyna að vera „góði taparinn“. Þetta verður nefnilega mjög neyðarlegt ef ég verð einn í salnum, þá verður myndavélin bara á mér,“ segir Gunnar. „Kannski er tilvalið að nota þetta tækifæri til að auglýsa eftir starfi þetta kvöld. Ef einhver vill fá mig til að skemmta get ég alveg mætt og gert það frítt.“ Hið sama er uppi á teningnum í flokknum „leikkona ársins í aðalhlutverki“. Þar verða Margrét Helga Jóhannsdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir að leika í Fjölskyldunni, Ilmur Kristjánsdóttir að leika í Gerplu og Kristbjörg Kjeld verður að frumsýna Hænuungana. Ilmur Kristjánsdóttir segir leiðinlegt að missa af hátíðinni. „En maður verður bara að dressa sig upp og kíkja á ballið,“ segir hún. „Svo verður maður bara með varaskeifu ef ske kynni að maður ynni.“ Björn Brynjúlfur Björnsson, stjórnarformaður Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, segir vandamálið óhjákvæmilegt. „Þetta er á þannig kvöldi að það er ekki hægt að komast hjá þessu. Það er ekki hægt að loka leikhúsunum,“ segir Björn. „Við höfum alltaf setið uppi með þetta. Við þurfum að hafa þetta um helgi og undanfarið hefur þetta verið á sunnudögum en nú var ákveðið að hafa þetta á laugardagskvöldi og það er auðvitað stórt sýningakvöld. Þetta er bara eins og veðrið – það er bara eins og það er.“ hdm@frettabladid.is Björn Thors/leikari/Fangavaktin/Flottar myndir á bæði breidd og lengd/ Ástríður, Ilmur Kristjánsdóttir, Stöð 2 Kristbjörg Kjeld leikkona
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Joe Cocker látinn Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Þakklát fyrir að alast upp með lítið á milli handanna Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Sjá meira