Innlent

Nýr meirihluti myndaður á Akranesi

Búið er að handsala samkomulag á milli Framsóknarflokksins, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar á Akranesi, um að stefna að myndun nýs meirihluta þar í bæ. Fyrst þarf þó að komast að samkomulagi um málefnasamning og eftir að flokkarnir hafa sæst á slíkan samning þá er hægt að tilkynna formlega nýjan meirihluta.

Að sögn Sveins Kristinssonar, oddvita Samfylkingarinnar, sem fékk glymrandi kosningu í gær og bætti við sig tveimur mönnum í bænum, sagði engar hindranir í veginum, allavega á þessu augnabliki, eins og hann orðaði það sjálfur. Því þykir líklegt að þarna sé kominn nýr meirihluti sem tekur þá við af hreinum meirihluta Sjálfstæðisflokksins sem tapaði tveimur mönnum í kosningunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×