Þreifingar byrjaðar í Reykjavík Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. maí 2010 18:34 Fulltrúar frá bæði Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu höfðu í dag samband af fyrra bragði við Jón Gnarr og óskuðu eftir viðræðum um samstarf. Ekki er sjálfgefið að formlegur meirihluti verði myndaður í Reykjavík, en Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, hefur dregið nauðsyn þess í efa. Eftir söguleg úrslit kosninganna í gær með sex kjörna fulltrúa hefur Besti flokkurinn framtíð Reykjavíkurborgar í hendi sér, en alls óvíst er hvort myndaður verði meirihluti. Fulltrúar Samfylkingarinnar hittust á heimili Dags B. Eggertssonar í Þingholtunum í morgun. Í morgun hafði Dagur ekki rætt við Jón Gnarr um myndun meirihluta. „Ég hef ekki rætt við hann ennþá, en ég geri ráð fyrir að ræða við hann í dag," sagði Dagur B. Eggertsson fyrir utan heimili sitt í morgun. Mikill leynd hvíldi yfir fundarstaðnum og á Facebook-síðu flokksins birtust einföld skilaboð: „Leynifundur BF að hefjast." Þau auglýstu semsagt leynifund, hugsanlega í þágu sjálfbærs gegnsæis, kynni einhver að spyrja sig. Einn fundarmanna sagði í samtali við fréttastofu að á fundinum hefðu menn drukkið mikið latté og rætt um hvernig Ray Ban sólgleraugu Jón Gnarr ætti að fá sér. Þá bar sjónvarpsþátturinn Wire á góma. Samkvæmt heimildum fréttastofu höfðu fulltrúar bæði Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins samband að fyrra bragði við Jón Gnarr og borgarfulltrúa Besta flokksins í dag og óskuðu eftir viðræðum. "Síminn hefur ekki stoppað," sagði heimildarmaður innan úr Besta flokknum. Jón Gnarr hefur dregið meirihlutasamstarf í efa, en í gær sagði hann: „Þarf þettta alltaf að vera meirihluti eða minnihluti, er ekki til eitthvað annað til þess að reka borgina?" spurði Jón. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks, hefur talað fyrir breyttum vinnubrögðum og auknu samstarfi í anda þess sem Jón Gnarr hefur rætt, en ekki náðist í Hönnu Birnu í dag. Engir fundir eru fyrirhugaðir milli oddvita flokkanna, samkvæmt upplýsingum fréttastofu og hyggst Besti flokkurinn að fara sér hægt. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Fulltrúar frá bæði Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu höfðu í dag samband af fyrra bragði við Jón Gnarr og óskuðu eftir viðræðum um samstarf. Ekki er sjálfgefið að formlegur meirihluti verði myndaður í Reykjavík, en Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, hefur dregið nauðsyn þess í efa. Eftir söguleg úrslit kosninganna í gær með sex kjörna fulltrúa hefur Besti flokkurinn framtíð Reykjavíkurborgar í hendi sér, en alls óvíst er hvort myndaður verði meirihluti. Fulltrúar Samfylkingarinnar hittust á heimili Dags B. Eggertssonar í Þingholtunum í morgun. Í morgun hafði Dagur ekki rætt við Jón Gnarr um myndun meirihluta. „Ég hef ekki rætt við hann ennþá, en ég geri ráð fyrir að ræða við hann í dag," sagði Dagur B. Eggertsson fyrir utan heimili sitt í morgun. Mikill leynd hvíldi yfir fundarstaðnum og á Facebook-síðu flokksins birtust einföld skilaboð: „Leynifundur BF að hefjast." Þau auglýstu semsagt leynifund, hugsanlega í þágu sjálfbærs gegnsæis, kynni einhver að spyrja sig. Einn fundarmanna sagði í samtali við fréttastofu að á fundinum hefðu menn drukkið mikið latté og rætt um hvernig Ray Ban sólgleraugu Jón Gnarr ætti að fá sér. Þá bar sjónvarpsþátturinn Wire á góma. Samkvæmt heimildum fréttastofu höfðu fulltrúar bæði Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins samband að fyrra bragði við Jón Gnarr og borgarfulltrúa Besta flokksins í dag og óskuðu eftir viðræðum. "Síminn hefur ekki stoppað," sagði heimildarmaður innan úr Besta flokknum. Jón Gnarr hefur dregið meirihlutasamstarf í efa, en í gær sagði hann: „Þarf þettta alltaf að vera meirihluti eða minnihluti, er ekki til eitthvað annað til þess að reka borgina?" spurði Jón. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks, hefur talað fyrir breyttum vinnubrögðum og auknu samstarfi í anda þess sem Jón Gnarr hefur rætt, en ekki náðist í Hönnu Birnu í dag. Engir fundir eru fyrirhugaðir milli oddvita flokkanna, samkvæmt upplýsingum fréttastofu og hyggst Besti flokkurinn að fara sér hægt.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira