Þreifingar byrjaðar í Reykjavík Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. maí 2010 18:34 Fulltrúar frá bæði Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu höfðu í dag samband af fyrra bragði við Jón Gnarr og óskuðu eftir viðræðum um samstarf. Ekki er sjálfgefið að formlegur meirihluti verði myndaður í Reykjavík, en Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, hefur dregið nauðsyn þess í efa. Eftir söguleg úrslit kosninganna í gær með sex kjörna fulltrúa hefur Besti flokkurinn framtíð Reykjavíkurborgar í hendi sér, en alls óvíst er hvort myndaður verði meirihluti. Fulltrúar Samfylkingarinnar hittust á heimili Dags B. Eggertssonar í Þingholtunum í morgun. Í morgun hafði Dagur ekki rætt við Jón Gnarr um myndun meirihluta. „Ég hef ekki rætt við hann ennþá, en ég geri ráð fyrir að ræða við hann í dag," sagði Dagur B. Eggertsson fyrir utan heimili sitt í morgun. Mikill leynd hvíldi yfir fundarstaðnum og á Facebook-síðu flokksins birtust einföld skilaboð: „Leynifundur BF að hefjast." Þau auglýstu semsagt leynifund, hugsanlega í þágu sjálfbærs gegnsæis, kynni einhver að spyrja sig. Einn fundarmanna sagði í samtali við fréttastofu að á fundinum hefðu menn drukkið mikið latté og rætt um hvernig Ray Ban sólgleraugu Jón Gnarr ætti að fá sér. Þá bar sjónvarpsþátturinn Wire á góma. Samkvæmt heimildum fréttastofu höfðu fulltrúar bæði Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins samband að fyrra bragði við Jón Gnarr og borgarfulltrúa Besta flokksins í dag og óskuðu eftir viðræðum. "Síminn hefur ekki stoppað," sagði heimildarmaður innan úr Besta flokknum. Jón Gnarr hefur dregið meirihlutasamstarf í efa, en í gær sagði hann: „Þarf þettta alltaf að vera meirihluti eða minnihluti, er ekki til eitthvað annað til þess að reka borgina?" spurði Jón. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks, hefur talað fyrir breyttum vinnubrögðum og auknu samstarfi í anda þess sem Jón Gnarr hefur rætt, en ekki náðist í Hönnu Birnu í dag. Engir fundir eru fyrirhugaðir milli oddvita flokkanna, samkvæmt upplýsingum fréttastofu og hyggst Besti flokkurinn að fara sér hægt. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir „Þvílíkur hvellur og svo datt þetta niður í ekki neitt“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Sjá meira
Fulltrúar frá bæði Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu höfðu í dag samband af fyrra bragði við Jón Gnarr og óskuðu eftir viðræðum um samstarf. Ekki er sjálfgefið að formlegur meirihluti verði myndaður í Reykjavík, en Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, hefur dregið nauðsyn þess í efa. Eftir söguleg úrslit kosninganna í gær með sex kjörna fulltrúa hefur Besti flokkurinn framtíð Reykjavíkurborgar í hendi sér, en alls óvíst er hvort myndaður verði meirihluti. Fulltrúar Samfylkingarinnar hittust á heimili Dags B. Eggertssonar í Þingholtunum í morgun. Í morgun hafði Dagur ekki rætt við Jón Gnarr um myndun meirihluta. „Ég hef ekki rætt við hann ennþá, en ég geri ráð fyrir að ræða við hann í dag," sagði Dagur B. Eggertsson fyrir utan heimili sitt í morgun. Mikill leynd hvíldi yfir fundarstaðnum og á Facebook-síðu flokksins birtust einföld skilaboð: „Leynifundur BF að hefjast." Þau auglýstu semsagt leynifund, hugsanlega í þágu sjálfbærs gegnsæis, kynni einhver að spyrja sig. Einn fundarmanna sagði í samtali við fréttastofu að á fundinum hefðu menn drukkið mikið latté og rætt um hvernig Ray Ban sólgleraugu Jón Gnarr ætti að fá sér. Þá bar sjónvarpsþátturinn Wire á góma. Samkvæmt heimildum fréttastofu höfðu fulltrúar bæði Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins samband að fyrra bragði við Jón Gnarr og borgarfulltrúa Besta flokksins í dag og óskuðu eftir viðræðum. "Síminn hefur ekki stoppað," sagði heimildarmaður innan úr Besta flokknum. Jón Gnarr hefur dregið meirihlutasamstarf í efa, en í gær sagði hann: „Þarf þettta alltaf að vera meirihluti eða minnihluti, er ekki til eitthvað annað til þess að reka borgina?" spurði Jón. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks, hefur talað fyrir breyttum vinnubrögðum og auknu samstarfi í anda þess sem Jón Gnarr hefur rætt, en ekki náðist í Hönnu Birnu í dag. Engir fundir eru fyrirhugaðir milli oddvita flokkanna, samkvæmt upplýsingum fréttastofu og hyggst Besti flokkurinn að fara sér hægt.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir „Þvílíkur hvellur og svo datt þetta niður í ekki neitt“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Sjá meira