Erlent

Meira sent af gögnum en tali í fyrsta sinn

Í símanum Þráðlausar háhraðatengingar fyrir farsíma og önnur tæki hafa aukið gagnastreymil á þráðlausum Netum. Mynd/Sony Ericsson
Í símanum Þráðlausar háhraðatengingar fyrir farsíma og önnur tæki hafa aukið gagnastreymil á þráðlausum Netum. Mynd/Sony Ericsson
Magn gagnasendinga fór í fyrsta sinn fram úr umferð talaðs máls í þráðlausum fjarskiptum í desember síðastliðnum. Farsímafyrirtækið Ericsson greindi frá þessu á CTIA Wireless 2010 ráðstefnunni í Las Vegas í Bandaríkjunum í liðinni viku. Niðurstaðan er fengin úr mælingum Ericsson á gagnaumferð um heim allan.

Meðal þess sem mælingar Ericsson sýna fram á er að gagnamagn í umferð hefur aukist á heimsvísu um 280 prósent á hvoru síðustu tveggja ára. Að auki er því spáð að umferðin tvöfaldist á hverju ári, næstu fimm árin.

Að því er fram kemur í tilkynningu Ericsson nam heildargagnamagn í hverjum mánuði, bæði rödd og gögn, um það bil 140 þúsund terabætum þegar umskiptin áttu sér stað. Þá sýna mælingar fyrirtækisins að umferð á svokölluðum „þriðju kynslóðar“ (eða 3G) farsímanetum er komin fram úr hefðbundinni GSM (2G) umferð.

„Tímamótin eru mikilvæg. Um 400 milljónir þráðlausra háhraðaáskrifta geta nú af sér meiri umferð gagna en nemur umferð talaðs máls í farsímaáskriftum 4,6 milljarða manna um heim allan,“ er haft eftir Hans Vestberg, forstjóra Ericsson. - óká



Fleiri fréttir

Sjá meira


×