„Landsfundurinn er grín" SB skrifar 25. júní 2010 19:15 Þórlindur Kjartansson, fyrrverandi formaður SUS. Þórlindur Kjartansson, fyrrverandi formaður SUS, gagnrýnir landsfund Sjálfstæðisflokksins harðlega og segir lítið rúm fyrir gagnrýnar umræður. Illa sé staðið að skipulagi fundarins. „Þessi landsfundur er í raun algjört djók. Venjan er sú að sjálfstæðismenn komi saman, skapi stefnu en á þessum fundi á að lesa upp fyrir menn hver stefnan er og í raun eina leið fyrir menn að koma sér á framfæri er ef þeir eru svo óforskammaðir að bjóða sig fram á móti forystunni og þá fá þeir að tala klukkan 9:15 að morgni," segir Þórlindur Þórlindur segir af sem áður var þegar landsfundur Sjálfstæðisflokksins var opinn vettvangur fyrir umræðu. „Flokkurinn hefur alltaf haft þá sérstöðu að það er tekist alminnilega á um mál, bæði í litlum hópi og fyrir stórum hluta landsfundargesta. En að þessu sinni hefur verið ákveðið að sleppa því öllu saman. Væntanlega þykir mönnum það eitthvað óþægilegt fyrir forystuna að einhverjir aðrir en hún hafi skoðanir á stefnu flokksins og að þessu sinni virðist menn hafa ætlað að sleppa við það." Þórlindur segir vanta skýra stefnumörkun hjá flokknum: „maður hefði haldið að Sjálfstæðisflokkurinn færi út í það að skilgreina stefnu sína almennilega, ekki eins og staðan sé mjög góð hjá flokknum eða þjóðfélaginu, en í staðinn er haldinn fundur sem ég vil meina að sé algjört djók." Rætt var við Magnús Árna Magnússon, stjórnmálafræðing og rektor háskólans á Bifröst, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Magnús sagði Sjálfstæðisflokkinn á tímamótum. „Þetta er mjög óvenjulegur fundur. Hann ber að með óvenjulegum hætti, varaformaður segir af sér, blásið til fundar með stuttum fyrirvara, ég hef heimildir fyrir því innan úr flokknum að menn þyki hann sérstakur og skilji ekki þörfina á honum." Magnús sagði ESB umræðuna reyna á flokkinn. „Þessi flokkur hefur verið í lykilstöðu í íslenskum stjórnmálum mjög lengi, verið breið kirkja og þolað margar skoðanir innan sinna raða, en maður finnur að það er að verða býsna mikill munur á skoðunum manna, sérstaklega í evrópumálum og það muni reyna á saumana á flokknum á þessum fundi. Spurður hvort það væri hætta á klofningi innan Sjálfstæðisflokksins sagði Magnús: „Þetta er mjög mikilvægur fundur fyrir formanninn og framtíð þessa stjórnmálaflokks og hvort hann verði áfram einn á hægri vængnum á Íslandi." Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Þórlindur Kjartansson, fyrrverandi formaður SUS, gagnrýnir landsfund Sjálfstæðisflokksins harðlega og segir lítið rúm fyrir gagnrýnar umræður. Illa sé staðið að skipulagi fundarins. „Þessi landsfundur er í raun algjört djók. Venjan er sú að sjálfstæðismenn komi saman, skapi stefnu en á þessum fundi á að lesa upp fyrir menn hver stefnan er og í raun eina leið fyrir menn að koma sér á framfæri er ef þeir eru svo óforskammaðir að bjóða sig fram á móti forystunni og þá fá þeir að tala klukkan 9:15 að morgni," segir Þórlindur Þórlindur segir af sem áður var þegar landsfundur Sjálfstæðisflokksins var opinn vettvangur fyrir umræðu. „Flokkurinn hefur alltaf haft þá sérstöðu að það er tekist alminnilega á um mál, bæði í litlum hópi og fyrir stórum hluta landsfundargesta. En að þessu sinni hefur verið ákveðið að sleppa því öllu saman. Væntanlega þykir mönnum það eitthvað óþægilegt fyrir forystuna að einhverjir aðrir en hún hafi skoðanir á stefnu flokksins og að þessu sinni virðist menn hafa ætlað að sleppa við það." Þórlindur segir vanta skýra stefnumörkun hjá flokknum: „maður hefði haldið að Sjálfstæðisflokkurinn færi út í það að skilgreina stefnu sína almennilega, ekki eins og staðan sé mjög góð hjá flokknum eða þjóðfélaginu, en í staðinn er haldinn fundur sem ég vil meina að sé algjört djók." Rætt var við Magnús Árna Magnússon, stjórnmálafræðing og rektor háskólans á Bifröst, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Magnús sagði Sjálfstæðisflokkinn á tímamótum. „Þetta er mjög óvenjulegur fundur. Hann ber að með óvenjulegum hætti, varaformaður segir af sér, blásið til fundar með stuttum fyrirvara, ég hef heimildir fyrir því innan úr flokknum að menn þyki hann sérstakur og skilji ekki þörfina á honum." Magnús sagði ESB umræðuna reyna á flokkinn. „Þessi flokkur hefur verið í lykilstöðu í íslenskum stjórnmálum mjög lengi, verið breið kirkja og þolað margar skoðanir innan sinna raða, en maður finnur að það er að verða býsna mikill munur á skoðunum manna, sérstaklega í evrópumálum og það muni reyna á saumana á flokknum á þessum fundi. Spurður hvort það væri hætta á klofningi innan Sjálfstæðisflokksins sagði Magnús: „Þetta er mjög mikilvægur fundur fyrir formanninn og framtíð þessa stjórnmálaflokks og hvort hann verði áfram einn á hægri vængnum á Íslandi."
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira