Innlent

Ranghugmyndir um starfið

Skólastjóri Hraðbrautar segir nemendur aldrei hafa verið fleiri en í ár. fréttablaðið/valli
Skólastjóri Hraðbrautar segir nemendur aldrei hafa verið fleiri en í ár. fréttablaðið/valli
Ólafur Haukur Johnson, skólastjóri Hraðbrautar, skrifaði alþingismönnum bréf síðastliðinn föstudag þess efnis að ranghugmyndir væru meðal þingmanna um að Hraðbraut hafi gefið upp rangan fjölda nemenda til mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Hann fullyrðir í bréfinu að ekkert slíkt hafi nokkru sinni gerst.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið lét gera úttekt á ársreikningum Hraðbrautar í haust og komst Ríkisendurskoðun að þeirri niðurstöðu að ekkert saknæmt athæfi hafi átt sér stað. Hins vegar kemur fram að skólinn hafi fengið ofgreitt frá ráðuneytinu um tiltekið árabil og liggja skýringar á því fyrir. Ólafur segir þó að allir útreikningar á uppgjöri ráðuneytisins og skólans fyrir árin 2004 til 2009 séu rangir og þar með sé talinn útreikningur Ríkisendurskoðunar. Hann hyggst þó ekki grípa til aðgerða.

„Skólinn og ráðuneytið eru sammála um þessa niðurstöðu og það er það sem skiptir höfuðmáli,“ segir hann. „En við erum nú búin að bjóðast til þess að fara niður fyrir þær lágmarksgreiðslur frá ríkinu sem tíðkast alls staðar á landinu. Þetta er hagkvæmasti framhaldsskóli landsins fyrir ríkið.“ Ólafur segir að skólastarf gangi vonum framar og aldrei hafi verið fleiri nemendur en í ár. - sv



Fleiri fréttir

Sjá meira


×