Lífið

Hetjan í Landnámssetrinu

Hetjan Kári Viðarsson bregður sér í mörg hlutverk í einleiknum Hetjan sem sýndur verður í Landnámssetrinu næstu helgar.
Hetjan Kári Viðarsson bregður sér í mörg hlutverk í einleiknum Hetjan sem sýndur verður í Landnámssetrinu næstu helgar.
Einleikurinn Hetjan verður frumsýndur í Landnámssetrinu í Borgarnesi á laugardag. Sýningin var sýnd við góðar undirtektir á Rifi í sumar og í framhaldinu var þeim Kára Viðarssyni leikara og Víkingi Kristjánssyni leikstjóra boðið að sýna í Landsnámsetrinu. „Sýningin fékk mjög góða dóma og spurðist vel út, fólk var að þvælast úr bænum til okkar í raun meira en við þorðum að vona,“ segir Víkingur sem er ásamt Kára höfundur leikritsins.

Hetjan segir Bárðar sögu Snæfellsáss sem sagan segir að tekið hafi sér búsetu í Snæfellsjökli. „Sagan hafði verið Kára hugleikin lengi, hún gerist á hans heimaslóðum á Snæfellsnesi. Þegar hann svo lauk leiklistarnámi þá sló hann til og fékk mig með í verkið. Ég leikstýrði honum í Stúdentaleikhúsinu, þaðan þekktumst við.“

Kári bregður sér í fjölmörg hlutverk á meðan á leiknum stendur. „Þetta er mikil aksjón, rúmur klukkutími af látum og sprelli,“ segir Víkingur - sbt





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.