Óeðlilegar lánveitingar Hraðbrautar 1. október 2010 10:28 Ólafur H. Johnson, skólastjóri Menntaskólans Hraðbraut Í nýrri greinargerð Ríkisendurskoðunar kemur fram að á tímabilinu 2003-2009 hafi arðgreiðslur Menntaskólans Hraðbraut til eigenda hans numið samtals 82 milljónum króna. Ríkisendurskoðun telur að skólinn hafi í raun ekki haft fjárhagslegt bolmagn til að greiða þennan arð. Þá kemur fram að lán skólans til aðila tengdra eigendum hans hafi numið samtals 50 milljónum króna í árslok 2009. Að mati Ríkisendurskoðunar eru þessar lánveitingar óeðlilegar enda tengjast þær ekki rekstri skólans. Stofnunin telur óvíst að fjárhagslegar forsendur séu fyrir áframhaldandi rekstri hans. Fram kemur að á tímabilinu reyndust nemendur skólans um fimmtungi færri en áætlanir samningsins gerðu ráð fyrir. Framlög ríkisins voru hins vegar miðuð við þessar áætlanir og fékk skólinn samtals 192 milljónir króna umfram það sem honum bar á tímabilinu. Mennta- og menningarmálaráðuneytið mun ekki fara fram á að skólinn endurgreiði ofgreidd framlög á tímabilinu 2004-2006 en þau nema rúmlega 126 milljónum króna. Að mati Ríkisendurskoðunar hefur ráðuneytið ekki heimild til að gefa eftir þessa skuld. Þess má geta að á umræddu tímabili nam hagnaður skólans um 57 milljónum króna og arðgreiðslur til eigenda um 24 milljónum. Lán skólans til aðila tengdra eigendum hans námu 16 milljónum í árslok 2006. Samkvæmt skýru ákvæði í þjónustusamningnum skal árlega fara fram uppgjör þar sem áætlun um nemendafjölda og framlög er borin saman við rauntölur. Í greinargerðinni segir að slíkt uppgjör hafi aldrei farið fram og er það gagnrýnt. Mennta- og menningamálaráðuneytið óskaði eftir því við Ríkisendurskoðun í júnímánuði að könnuð yrði framkvæmd þjónustusamnings ráðuneytisins við Hraðbraut ehf. sem rekur Menntaskólann Hraðbraut. DV hafði þá fjallað um afskriftir og arðgreiðslur Hraðbrautar. Skýrsla Ríkisendurskoðunar í heild sinni. Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Sjá meira
Í nýrri greinargerð Ríkisendurskoðunar kemur fram að á tímabilinu 2003-2009 hafi arðgreiðslur Menntaskólans Hraðbraut til eigenda hans numið samtals 82 milljónum króna. Ríkisendurskoðun telur að skólinn hafi í raun ekki haft fjárhagslegt bolmagn til að greiða þennan arð. Þá kemur fram að lán skólans til aðila tengdra eigendum hans hafi numið samtals 50 milljónum króna í árslok 2009. Að mati Ríkisendurskoðunar eru þessar lánveitingar óeðlilegar enda tengjast þær ekki rekstri skólans. Stofnunin telur óvíst að fjárhagslegar forsendur séu fyrir áframhaldandi rekstri hans. Fram kemur að á tímabilinu reyndust nemendur skólans um fimmtungi færri en áætlanir samningsins gerðu ráð fyrir. Framlög ríkisins voru hins vegar miðuð við þessar áætlanir og fékk skólinn samtals 192 milljónir króna umfram það sem honum bar á tímabilinu. Mennta- og menningarmálaráðuneytið mun ekki fara fram á að skólinn endurgreiði ofgreidd framlög á tímabilinu 2004-2006 en þau nema rúmlega 126 milljónum króna. Að mati Ríkisendurskoðunar hefur ráðuneytið ekki heimild til að gefa eftir þessa skuld. Þess má geta að á umræddu tímabili nam hagnaður skólans um 57 milljónum króna og arðgreiðslur til eigenda um 24 milljónum. Lán skólans til aðila tengdra eigendum hans námu 16 milljónum í árslok 2006. Samkvæmt skýru ákvæði í þjónustusamningnum skal árlega fara fram uppgjör þar sem áætlun um nemendafjölda og framlög er borin saman við rauntölur. Í greinargerðinni segir að slíkt uppgjör hafi aldrei farið fram og er það gagnrýnt. Mennta- og menningamálaráðuneytið óskaði eftir því við Ríkisendurskoðun í júnímánuði að könnuð yrði framkvæmd þjónustusamnings ráðuneytisins við Hraðbraut ehf. sem rekur Menntaskólann Hraðbraut. DV hafði þá fjallað um afskriftir og arðgreiðslur Hraðbrautar. Skýrsla Ríkisendurskoðunar í heild sinni.
Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Sjá meira