NATÓ aðmíráli var synjað um skoðunarferð i Höfða 23. desember 2010 18:27 Reykjavíkurborg hafnaði ósk yfirmanns hjá NATÓ sem hér var í opinberum erindagjörðum um að fá að skoða Höfða. Jón Gnarr, borgarstjóri, var aldrei látinn vita, segir skrifstofustjóri borgarstjóra. James G. Stavridis aðmíráll, yfirmaður herafla NATO í Evrópu, var hér í opinberri heimsókn í nóvember og fundaði m.a með utanríkisráðherra, forsætisráðherra og embættismönnum meðan að á heimsókn hans stóð hér í nóvember síðastliðnum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði Stavridis sýnt því áhuga að heimsækja Höfða, þar sem leiðtogafundur Reagans og Gorbatsjovs var haldinn árið 1986 síðasta daginn sinn hér, hinn 6. nóvember. Og var farið þess á leit við Reykjavíkurborg að leyfa honum að skoða hið sögufræga hús.Afturkallað leyfi Regína Ásvaldsdóttir, skrifstofustjóri borgarstjóra, staðfesti við fréttastofu í dag að slík bón hafi komið fram og að ekki hafi verið orðið við henni. Fréttastofa fékk upplýsingar um að bóninni hafi verið synjað vegna andstöðu borgarstjórans, sem er yfirlýstur friðarsinni og honum hafi ekki þóknast að verða við ósk frá hermanni. Regína fullyrðir að Jón Gnarr borgarstjóri hafi aldrei fengið vitneskju um bónina. Það stangast á við heimildir fréttastofu, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu var leyfi veitt fyrir skoðunarferðinni en það leyfi síðan afturkallað. Regína sagði ákvörðunina hafa verið sína og að ákveðnar reglur gildi um móttökuhús borgarstjóra. Beiðni um heimsókn hafi þurft að hennar mati að vera á formlegri nótum í samræmi við þær reglur sem gildi um móttökur í Höfða. Auk þess hafi þurft að kalla út mannskap til að vera þarna með stuttum fyrirvara á laugardagsmorgni og þá skuli opinberar móttökur ekki haldnar á laugardögum, eins og komi fram í reglum um opinberar móttökur Reykjavíkurborgar. Regína sagðist líta svo á að heimsókn Stavridis hafi verið móttaka í skilningi reglnanna. Þess ber að geta að Stavridis og aðstoðarmenn hans vildu skoða húsið, en báðu ekki um fund með borgarstjóranum. Lokadegi sínum hér varði Stavridis með því að heimsækja Víkingasafnið í Reykjanesbæ og Bláa lónið. Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Reykjavíkurborg hafnaði ósk yfirmanns hjá NATÓ sem hér var í opinberum erindagjörðum um að fá að skoða Höfða. Jón Gnarr, borgarstjóri, var aldrei látinn vita, segir skrifstofustjóri borgarstjóra. James G. Stavridis aðmíráll, yfirmaður herafla NATO í Evrópu, var hér í opinberri heimsókn í nóvember og fundaði m.a með utanríkisráðherra, forsætisráðherra og embættismönnum meðan að á heimsókn hans stóð hér í nóvember síðastliðnum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði Stavridis sýnt því áhuga að heimsækja Höfða, þar sem leiðtogafundur Reagans og Gorbatsjovs var haldinn árið 1986 síðasta daginn sinn hér, hinn 6. nóvember. Og var farið þess á leit við Reykjavíkurborg að leyfa honum að skoða hið sögufræga hús.Afturkallað leyfi Regína Ásvaldsdóttir, skrifstofustjóri borgarstjóra, staðfesti við fréttastofu í dag að slík bón hafi komið fram og að ekki hafi verið orðið við henni. Fréttastofa fékk upplýsingar um að bóninni hafi verið synjað vegna andstöðu borgarstjórans, sem er yfirlýstur friðarsinni og honum hafi ekki þóknast að verða við ósk frá hermanni. Regína fullyrðir að Jón Gnarr borgarstjóri hafi aldrei fengið vitneskju um bónina. Það stangast á við heimildir fréttastofu, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu var leyfi veitt fyrir skoðunarferðinni en það leyfi síðan afturkallað. Regína sagði ákvörðunina hafa verið sína og að ákveðnar reglur gildi um móttökuhús borgarstjóra. Beiðni um heimsókn hafi þurft að hennar mati að vera á formlegri nótum í samræmi við þær reglur sem gildi um móttökur í Höfða. Auk þess hafi þurft að kalla út mannskap til að vera þarna með stuttum fyrirvara á laugardagsmorgni og þá skuli opinberar móttökur ekki haldnar á laugardögum, eins og komi fram í reglum um opinberar móttökur Reykjavíkurborgar. Regína sagðist líta svo á að heimsókn Stavridis hafi verið móttaka í skilningi reglnanna. Þess ber að geta að Stavridis og aðstoðarmenn hans vildu skoða húsið, en báðu ekki um fund með borgarstjóranum. Lokadegi sínum hér varði Stavridis með því að heimsækja Víkingasafnið í Reykjanesbæ og Bláa lónið.
Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira