Bæjarstjórn: Vegtollur hrein og klár svik 23. desember 2010 10:27 Bæjarstjórn Reykjanesbæjar mótmælir alfarið öllum hugmyndum um vegtoll á Reykjanesbraut en í skoðun er að setja vegtolla á stofnbrautir út frá Reykjavíkurborg. „Í aðdraganda framkvæmda við tvöföldun Reykjanesbrautar var margoft rætt um mögulega vegatolla en slíkum hugmyndum var ávallt mótmælt af íbúum Suðurnesja," benda bæjarfulltrúarnir á en þeir eru einróma í þessari skoðunn sinni. „Þær hugmyndir höfðu svo verið lagðar til hliðar þegar framkvæmdir við tvöföldun hófust og yfirlýsingar þáverandi ráðamanna voru á þá leið að ekki yrðu innheimt vegagjöld vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar," segir ennfremur í bókuninni. „Nýframkomnar hugmyndir um vegagjald á Reykjanesbraut væru því hrein og klár svik við íbúa Suðurnesja og um leið afar ósanngjarn skattur á íbúa og atvinnulíf á Suðurnesjum." Bæjarstjórnin segir að nauðsynleg uppbygging menntastofnana á Suðurnesjum verði skorður settar og minnkar aðsókn af höfuðborgarsvæðinu vegna skattlagningar á ferðakostnað nemenda auk þess sem dregið sé úr möguleikum nemenda frá Suðurnesjum að sækja nám til höfuðborgarsvæðis vegna aukins kostnaðar. „Niðurskurður í heilbrigðisstarfsemi er ávísun á fleiri ferðir sjúklinga og aðstandenda þeirra til höfuðborgarsvæðisins og eru vegagjöld skattlagning á þann aukakostnað einstaklinga og fjölskyldna á Suðurnesjum," segir einnig. Þá vill bæjarstjórnin minna á að á sínum tíma hafi verið gjaldtaka á Reykjanesbraut og að íbúar á Suðurnesjum hafi lagt sitt af mörkum vegna kostnaðar við uppbyggingu þessara mestu umferðaræðar utan höfuðborgarinnar. „Bílaeigendur greiða bensín- og olíugjald til að kosta þjóðvegakerfi landsins. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar tekur undir með sjónarmiðum sem fram hafa komið, m.a. frá FÍB, að ekki sé eðlilegt að íbúar á SV-horni landsins séu aðgreindir frá almennu kostunarkerfi þjóðvegakerfisins og á þá séu settir sérstakir vegatollar." Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar mótmælir alfarið öllum hugmyndum um vegtoll á Reykjanesbraut en í skoðun er að setja vegtolla á stofnbrautir út frá Reykjavíkurborg. „Í aðdraganda framkvæmda við tvöföldun Reykjanesbrautar var margoft rætt um mögulega vegatolla en slíkum hugmyndum var ávallt mótmælt af íbúum Suðurnesja," benda bæjarfulltrúarnir á en þeir eru einróma í þessari skoðunn sinni. „Þær hugmyndir höfðu svo verið lagðar til hliðar þegar framkvæmdir við tvöföldun hófust og yfirlýsingar þáverandi ráðamanna voru á þá leið að ekki yrðu innheimt vegagjöld vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar," segir ennfremur í bókuninni. „Nýframkomnar hugmyndir um vegagjald á Reykjanesbraut væru því hrein og klár svik við íbúa Suðurnesja og um leið afar ósanngjarn skattur á íbúa og atvinnulíf á Suðurnesjum." Bæjarstjórnin segir að nauðsynleg uppbygging menntastofnana á Suðurnesjum verði skorður settar og minnkar aðsókn af höfuðborgarsvæðinu vegna skattlagningar á ferðakostnað nemenda auk þess sem dregið sé úr möguleikum nemenda frá Suðurnesjum að sækja nám til höfuðborgarsvæðis vegna aukins kostnaðar. „Niðurskurður í heilbrigðisstarfsemi er ávísun á fleiri ferðir sjúklinga og aðstandenda þeirra til höfuðborgarsvæðisins og eru vegagjöld skattlagning á þann aukakostnað einstaklinga og fjölskyldna á Suðurnesjum," segir einnig. Þá vill bæjarstjórnin minna á að á sínum tíma hafi verið gjaldtaka á Reykjanesbraut og að íbúar á Suðurnesjum hafi lagt sitt af mörkum vegna kostnaðar við uppbyggingu þessara mestu umferðaræðar utan höfuðborgarinnar. „Bílaeigendur greiða bensín- og olíugjald til að kosta þjóðvegakerfi landsins. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar tekur undir með sjónarmiðum sem fram hafa komið, m.a. frá FÍB, að ekki sé eðlilegt að íbúar á SV-horni landsins séu aðgreindir frá almennu kostunarkerfi þjóðvegakerfisins og á þá séu settir sérstakir vegatollar."
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira