Hátt í 20 þúsund fá aðstoð við jólahaldið 23. desember 2010 06:00 Svörtustu spár hjálparsamtaka fyrir þessi jól virðast hafa ræst og aldrei hafa fleiri leitað aðstoðar. fréttablaðið/gva Hátt í tuttugu þúsund Íslendingar fá aðstoð við að halda jól þetta árið, er mat talsmanna hjálparsamtaka. Sjö þúsund manns hið minnsta leituðu til samtakanna á síðustu dögum. Stór hópur þarf aðstoð en þiggur hana ekki, af ýmsum ástæðum. Tvenn hjálparsamtök standa að matar- og gjafaúthlutun fyrir jólin. Annars vegar Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Rauði krossinn í Reykjavík og Hjálpræðisherinn sem standa að sameiginlegri úthlutun undir merkjum Jólaaðstoðar 2010. Hins vegar er það Fjölskylduhjálp Íslands. Reynir Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Jólaaðstoðar 2010, telur að 4.500 manns hafi leitað sér aðstoðar eins og áætlanir gerðu ráð fyrir og að hópurinn sé eins samsettur og í fyrra. Þá voru 43 prósent umsækjenda öryrkjar, tuttugu prósent voru á atvinnuleysisskrá en fimmtán prósent á vinnumarkaði. Sextíu prósent umsækjenda eru konur. „Margar úthlutanir hjá okkur eru til einstæðinga en einnig eru margir sem hafa fjölskyldur að baki sér, þrjá eða fleiri,“ segir Reynir. Fjölskyldusamsetningu metur Jólahjálpin út frá stærð matarpakkana sem er úthlutað. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, telur það ekki á rökum reist að einstaklingar stundi það í stórum stíl að leita aðstoðar á tveimur stöðum. Dæmi séu um slíkt en það sé í undantekningartilfellum. Nákvæm skráning útiloki jafnframt að fleiri en tveir frá sama heimili fái matarpakka. Þá sé erfitt eða útilokað fyrir einstakling sem ekki er í sárri þörf að fá úthlutun. Til Fjölskylduhjálparinnar leituðu rúmlega 2.500 manns; um 1.900 á höfuðborgarsvæðinu og 300 á Akureyri og í Keflavík. „Aukningin á þeim átta árum sem Fjölskylduhjálpin hefur starfað er mikil. Ég gæti trúað að það séu helmingi fleiri sem koma núna en fyrir hrun. Ég held, miðað við nýskráningar núna fyrir jólin, að árið 2011 verði það versta sem við höfum séð.“ Bæði Ásgerður og Reynir taka undir að töluverður fjöldi fólks þiggi ekki aðstoð þrátt fyrir að þörfin sé fyrir hendi. Fyrir því séu ýmsar persónulegar ástæður. „En þetta eru þung spor sem margir treysta sér ekki til að stíga,“ segir Reynir. Meðalfjölskyldan á Íslandi er 2,7 einstaklingar að mati Hagstofunnar. Það viðmið bendir til að matargjafir nái til hátt í tuttugu þúsund manns. Það eru 7,5 prósent mannfjöldans á Íslandi. svavar@frettabladid.is Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Hátt í tuttugu þúsund Íslendingar fá aðstoð við að halda jól þetta árið, er mat talsmanna hjálparsamtaka. Sjö þúsund manns hið minnsta leituðu til samtakanna á síðustu dögum. Stór hópur þarf aðstoð en þiggur hana ekki, af ýmsum ástæðum. Tvenn hjálparsamtök standa að matar- og gjafaúthlutun fyrir jólin. Annars vegar Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Rauði krossinn í Reykjavík og Hjálpræðisherinn sem standa að sameiginlegri úthlutun undir merkjum Jólaaðstoðar 2010. Hins vegar er það Fjölskylduhjálp Íslands. Reynir Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Jólaaðstoðar 2010, telur að 4.500 manns hafi leitað sér aðstoðar eins og áætlanir gerðu ráð fyrir og að hópurinn sé eins samsettur og í fyrra. Þá voru 43 prósent umsækjenda öryrkjar, tuttugu prósent voru á atvinnuleysisskrá en fimmtán prósent á vinnumarkaði. Sextíu prósent umsækjenda eru konur. „Margar úthlutanir hjá okkur eru til einstæðinga en einnig eru margir sem hafa fjölskyldur að baki sér, þrjá eða fleiri,“ segir Reynir. Fjölskyldusamsetningu metur Jólahjálpin út frá stærð matarpakkana sem er úthlutað. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, telur það ekki á rökum reist að einstaklingar stundi það í stórum stíl að leita aðstoðar á tveimur stöðum. Dæmi séu um slíkt en það sé í undantekningartilfellum. Nákvæm skráning útiloki jafnframt að fleiri en tveir frá sama heimili fái matarpakka. Þá sé erfitt eða útilokað fyrir einstakling sem ekki er í sárri þörf að fá úthlutun. Til Fjölskylduhjálparinnar leituðu rúmlega 2.500 manns; um 1.900 á höfuðborgarsvæðinu og 300 á Akureyri og í Keflavík. „Aukningin á þeim átta árum sem Fjölskylduhjálpin hefur starfað er mikil. Ég gæti trúað að það séu helmingi fleiri sem koma núna en fyrir hrun. Ég held, miðað við nýskráningar núna fyrir jólin, að árið 2011 verði það versta sem við höfum séð.“ Bæði Ásgerður og Reynir taka undir að töluverður fjöldi fólks þiggi ekki aðstoð þrátt fyrir að þörfin sé fyrir hendi. Fyrir því séu ýmsar persónulegar ástæður. „En þetta eru þung spor sem margir treysta sér ekki til að stíga,“ segir Reynir. Meðalfjölskyldan á Íslandi er 2,7 einstaklingar að mati Hagstofunnar. Það viðmið bendir til að matargjafir nái til hátt í tuttugu þúsund manns. Það eru 7,5 prósent mannfjöldans á Íslandi. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira