Segir Björn Val sendan á vettvang til að draga athygli frá lygum ráðherra Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. desember 2010 12:00 Guðlaugur Þór Þórðarson Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, neitar því ekki að hann sé að íhuga meiðyrðamál gegn Birni Vali Gíslasyni starfsbróður sínum vegna ummæla hins síðarnefnda um styrki til hans, en Björn Valur kallaði þá mútur. Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, skrifar á vef sínum um landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins frá því í sumar þar sem kjörnir fulltrúar flokksins voru beðnir um að íhuga stöðu sína vegna styrkja. Við umræður um tillöguna kallaði Halldór Gunnarsson, landsfundarfulltrúi, eftir því að Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður, og Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi, íhuguðu stöðu sína sem kjörnir fulltrúar almennings í ljósi upplýsinga um styrkveitingar til þeirra frá fyrirtækjum. Enginn var hins vegar nafngreindur í ályktun fundarins. Hægt er að sjá ræðu Halldórs hér. Orðrétt segir Björn Valur á vef sínum: „Engan veit ég þingmann um utan umræddan Guðlaug Þór sem er með landsfundarályktun síns eigin flokks á bakinu um að hann skuli hætta sem þingmaður flokksins. Og hversvegan ætli það sé? Jú, vegna mútugreiðsla sem þingmaðurinn þáði og komu honum til þeirra valda sem hann hafði sem ráðherra í ríkisstjórn Geir H Haarde." Í viðtali við Fréttatímann kallar Guðlaugur Þór Björn Val „brjóstumkennanlegan galgopa." Guðlaugur Þór er sagður íhuga meiðyrðamál gegn Birni Val, en vildi ekki tjá sig um það við fréttastofu, vildi hvorki neita því né játa. Hann vildi ekki koma í viðtal en sagði að það blasti við að Björn Valur væri sendur á vettvang til þess að draga athyglina frá alvarlegum vandamálum ríkisstjórnarinnar. Annars vegar ósannsögli forsætisráðherra gagnvart þinginu varðandi greiðslur til ráðgjafa ríkisstjórnarinnar og hins vegar vandamálum í þingflokki Vinstri grænna „því þar logaði allt stafnanna á milli og klofningur þeirra væri öllum ljós," sagði Guðlaugur Þór. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, neitar því ekki að hann sé að íhuga meiðyrðamál gegn Birni Vali Gíslasyni starfsbróður sínum vegna ummæla hins síðarnefnda um styrki til hans, en Björn Valur kallaði þá mútur. Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, skrifar á vef sínum um landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins frá því í sumar þar sem kjörnir fulltrúar flokksins voru beðnir um að íhuga stöðu sína vegna styrkja. Við umræður um tillöguna kallaði Halldór Gunnarsson, landsfundarfulltrúi, eftir því að Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður, og Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi, íhuguðu stöðu sína sem kjörnir fulltrúar almennings í ljósi upplýsinga um styrkveitingar til þeirra frá fyrirtækjum. Enginn var hins vegar nafngreindur í ályktun fundarins. Hægt er að sjá ræðu Halldórs hér. Orðrétt segir Björn Valur á vef sínum: „Engan veit ég þingmann um utan umræddan Guðlaug Þór sem er með landsfundarályktun síns eigin flokks á bakinu um að hann skuli hætta sem þingmaður flokksins. Og hversvegan ætli það sé? Jú, vegna mútugreiðsla sem þingmaðurinn þáði og komu honum til þeirra valda sem hann hafði sem ráðherra í ríkisstjórn Geir H Haarde." Í viðtali við Fréttatímann kallar Guðlaugur Þór Björn Val „brjóstumkennanlegan galgopa." Guðlaugur Þór er sagður íhuga meiðyrðamál gegn Birni Val, en vildi ekki tjá sig um það við fréttastofu, vildi hvorki neita því né játa. Hann vildi ekki koma í viðtal en sagði að það blasti við að Björn Valur væri sendur á vettvang til þess að draga athyglina frá alvarlegum vandamálum ríkisstjórnarinnar. Annars vegar ósannsögli forsætisráðherra gagnvart þinginu varðandi greiðslur til ráðgjafa ríkisstjórnarinnar og hins vegar vandamálum í þingflokki Vinstri grænna „því þar logaði allt stafnanna á milli og klofningur þeirra væri öllum ljós," sagði Guðlaugur Þór. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Sjá meira