Femínistafélag Íslands fordæmir harðlega nýlega niðurstöðu Hæstaréttar um að fella úr gildi úrskurð héraðsdóms í kynferðisafbrotamáli á dögunum þar sem karlmaður var dæmdur fyrira að nauðga ungum dreng.
Félagið telur óvéfengjanlegt af fyrirliggjandi gögnum í málinu, úrskurði Héraðsdóms og frásögn föður drengsins að um nauðgun hafi verið að ræða. „Með niðurfellingu dóms hefur Hæstiréttur enn og aftur brugðist skyldu sinni sem opinber lögverndaraðili hins almenna þegns í kynferðisafbrotamálum," segir í ályktuninni.
„Líkamsréttur, réttur á öryggi og vernd barns er með dómnum haft að engu. Auk þess er geranda í málinu gert ókleift að þiggja þá meðferð sem hann á rétt á sem geðsjúk manneskja. Með öðrum orðum bíða allir hlutaðeigandi enn frekari skaða eftir dóm Hæstaréttar," segir einnig auk þess sem spurt er: „Hagsmuni hverra stendur Hæstiréttur vörð um í kynferðisafbrotamálum?"