Kona á fertugsaldri hefur verið dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að rækta kannabisplöntur og að hafa fíkniefni í vörslu sinni.
Konan var tekin með 140 kannabisplöntur, rúmlega 12 grömm af kannabislaufum og 0,82 grömm af amfetamíni í íbúð í Grafarholti þann 9. janúar í fyrra. Konan játaði brot sín fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Dómarinn ákvað að skilorðsbinda dóminn til tveggja ára.
