Enski boltinn

Bridge neitaði að taka í hendina á Terry

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ekki að ræða það! Heimurinn fylgdist með því hvort Bridge myndi taka í hendina á Terry. Meira að segja aðstoðardómarinn fylgist með er Bridge dró hendina frá. Terry horfir ekki í augu Bridge.
Ekki að ræða það! Heimurinn fylgdist með því hvort Bridge myndi taka í hendina á Terry. Meira að segja aðstoðardómarinn fylgist með er Bridge dró hendina frá. Terry horfir ekki í augu Bridge.

Það var rafmagnað andrúmsloftið fyrir leik Chelsea og Man. City og allt snérist um kviðmágana John Terry og Wayne Bridge.

Myndu þeir takast í hendur? Ætluðu aðrir leikmenn Man. City að heilsa Terry og aðrar álíka spurningar voru í loftinu.

Sky-sjónvarpsstöðin færði meira að segja auglýsingahlé í fyrsta skipti svo áhorfendur gætu séð hvað gerðist.

Bridge labbaði næstsíðastur leikmanna Man. City út á völlinn fyrir leikinn og hélt þar með fínni fjarlægð frá Terry.

Allir leikmenn Man. City tóku í hendina á Terry en ekki Bridge. Hann dró hendina frá Terry sem virtist vera til í að heilsa honum. Bridge greinilega ekki í neinum sáttahug. Magnað atriði.

Eins og kunnugt er þá svaf John Terry hjá barnsmóður Bridge. Hann barnaði hana einnig en hún fór í fóstureyðingu.

Málið hafði mikil áhrif á hjónaband Terry og svo hefur Bridge ákveðið að spila ekki með enska landsliðinu því hann getur ekki hugsað sér að spila með John Terry.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×