Danirnir afla upplýsinga um starfsmenn Gæslunnar 27. febrúar 2010 18:48 Mynd/AP Á vegum Landhelgisgæslunnar eru tveir Íslendingar og fjórir Danir í borginni Concepcion í Chile við eftirlit með lokafrágangi á nýju varðskipi sem er verið að byggja fyrir Íslendinga. Fyrir skömmu náði Landhelgisgæslan tali af Dönunum og eru þeir heilir á húfi en ekkert hefur heyrst frá ÍSlendingunum. Yfir eitthundrað og tuttugu manns eru látnir eftir jarðskjálfta upp á 8,8 á Richter sem skók Chile í morgun og búist er við að tala látinna fari hækkandi. Borgirnar Concepcion og Santiago fóru illa út úr skjálftanum. „Nú rétt í þessu fengust þær fregnir gegnum Danmörku að eiginkona eins Dananna sem starfar í Chile á vegum Landhelgisgæslunnar, hefði frétt af honum í gegnum tölvupóst sem virðist endrum og sinnum virka. Gat hann staðfest að allir Danirnir væru heilir á húfi. Byggingar þær sem þeir dvelja í eru lítið skemmdar þó innanstokksmunir hafi skemmst. Eru Danirnir nú að freista þess að komast yfir í þann borgarhluta sem tveir íslenskir starfsmenn Landhelgisgæslunnar dvelja í til að fá af þeim fregnir,“ segir í tilkynningu frá Gæslunni. Þar segir ennfremur: „Það er nokkrum erfiðleikum háð þar sem brýr sem skipta borgarhlutunum upp hafa fallið. Ætla þeir að reyna að komast yfir járnbrautarbrúnna sem er á milli borgarhlutanna en hún mun vera uppistandandi. Þetta eru mjög góðar fréttir og þá sérstaklega í ljósi þess að byggingarnar þar sem okkar menn búa eru sambærilegar eða betri að gæðum en þær sem Danirnir dvöldu í.“ Tengdar fréttir Íslendingar í Chile Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um fjóra Íslendinga í Chile þar á meðal á vegum Landhelgisgæslunnar. Öflugur jarðskjálfti upp á 8,8 á Richter skók landið í morgun. Ekki er vitað hvort Íslendingarnir hafi verið á skjálftasvæðinu. 27. febrúar 2010 11:00 Íslendingur á Hawaii: Búist við flóðbylgju í kvöld „Ég vaknaði við sírenur um klukkan sex í morgun og ég vissi strax að þetta var ekki æfing því þær eru alltaf fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði,“ segir Ásdís Benediktsdóttir sem býr á Hawaii. Búist er við að fimm metra há fljóðbylgja skelli á eyjarnar milli klukkan níu og tíu í kvöld að íslenskum tíma. 27. febrúar 2010 17:40 Íslendingar í Chile hafa ekki látið vita af sér Utanríkisráðuneytinu er um kunnugt um allt að 35 Íslendinga í Chile en geysiöflugur jarðskjálfti reið yfir landið í morgun. Níu þeirra hafa náð að láta vita af sér gegnum internetið, að sögn Urðar Gunnarsdóttur upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins. Talið er að sex Íslendingar hafi verið í borginni Consepcion en upptök skjálftans voru um 90 kílómetra norðaustur af henni. 27. febrúar 2010 16:58 Tala látinna fer hækkandi í Chile Tala látinna eftir öflugan jarðskjálfta sem reið yfir Chile í morgun fer hækkandi og segja nýjustu tölur að rúmlega sextíu hafi farist. Skjálftinn var átta komma átta á Richter. Utanríkisráðuneytið hefur upplýsingar um að minnsta kosti fjóra Íslendinga í landinu. Engar fréttir hafa borist af þeim í morgun. 27. febrúar 2010 12:16 Öflugur jarðskjálfti í Chile Talið er að minnsta kost sex hafi látist og fleiri slasast í öflugum jarðskjálfta upp á 8,8 á Richter sem skók Chile í Suður Ameríku í morgun. Þetta er stærsti jarðskjálftinn sem hefur riðið yfir landið í 25 ár. Óttast er að fleiri hafi látist og slasast en tölur um það eru á reiki. 27. febrúar 2010 09:42 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Á vegum Landhelgisgæslunnar eru tveir Íslendingar og fjórir Danir í borginni Concepcion í Chile við eftirlit með lokafrágangi á nýju varðskipi sem er verið að byggja fyrir Íslendinga. Fyrir skömmu náði Landhelgisgæslan tali af Dönunum og eru þeir heilir á húfi en ekkert hefur heyrst frá ÍSlendingunum. Yfir eitthundrað og tuttugu manns eru látnir eftir jarðskjálfta upp á 8,8 á Richter sem skók Chile í morgun og búist er við að tala látinna fari hækkandi. Borgirnar Concepcion og Santiago fóru illa út úr skjálftanum. „Nú rétt í þessu fengust þær fregnir gegnum Danmörku að eiginkona eins Dananna sem starfar í Chile á vegum Landhelgisgæslunnar, hefði frétt af honum í gegnum tölvupóst sem virðist endrum og sinnum virka. Gat hann staðfest að allir Danirnir væru heilir á húfi. Byggingar þær sem þeir dvelja í eru lítið skemmdar þó innanstokksmunir hafi skemmst. Eru Danirnir nú að freista þess að komast yfir í þann borgarhluta sem tveir íslenskir starfsmenn Landhelgisgæslunnar dvelja í til að fá af þeim fregnir,“ segir í tilkynningu frá Gæslunni. Þar segir ennfremur: „Það er nokkrum erfiðleikum háð þar sem brýr sem skipta borgarhlutunum upp hafa fallið. Ætla þeir að reyna að komast yfir járnbrautarbrúnna sem er á milli borgarhlutanna en hún mun vera uppistandandi. Þetta eru mjög góðar fréttir og þá sérstaklega í ljósi þess að byggingarnar þar sem okkar menn búa eru sambærilegar eða betri að gæðum en þær sem Danirnir dvöldu í.“
Tengdar fréttir Íslendingar í Chile Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um fjóra Íslendinga í Chile þar á meðal á vegum Landhelgisgæslunnar. Öflugur jarðskjálfti upp á 8,8 á Richter skók landið í morgun. Ekki er vitað hvort Íslendingarnir hafi verið á skjálftasvæðinu. 27. febrúar 2010 11:00 Íslendingur á Hawaii: Búist við flóðbylgju í kvöld „Ég vaknaði við sírenur um klukkan sex í morgun og ég vissi strax að þetta var ekki æfing því þær eru alltaf fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði,“ segir Ásdís Benediktsdóttir sem býr á Hawaii. Búist er við að fimm metra há fljóðbylgja skelli á eyjarnar milli klukkan níu og tíu í kvöld að íslenskum tíma. 27. febrúar 2010 17:40 Íslendingar í Chile hafa ekki látið vita af sér Utanríkisráðuneytinu er um kunnugt um allt að 35 Íslendinga í Chile en geysiöflugur jarðskjálfti reið yfir landið í morgun. Níu þeirra hafa náð að láta vita af sér gegnum internetið, að sögn Urðar Gunnarsdóttur upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins. Talið er að sex Íslendingar hafi verið í borginni Consepcion en upptök skjálftans voru um 90 kílómetra norðaustur af henni. 27. febrúar 2010 16:58 Tala látinna fer hækkandi í Chile Tala látinna eftir öflugan jarðskjálfta sem reið yfir Chile í morgun fer hækkandi og segja nýjustu tölur að rúmlega sextíu hafi farist. Skjálftinn var átta komma átta á Richter. Utanríkisráðuneytið hefur upplýsingar um að minnsta kosti fjóra Íslendinga í landinu. Engar fréttir hafa borist af þeim í morgun. 27. febrúar 2010 12:16 Öflugur jarðskjálfti í Chile Talið er að minnsta kost sex hafi látist og fleiri slasast í öflugum jarðskjálfta upp á 8,8 á Richter sem skók Chile í Suður Ameríku í morgun. Þetta er stærsti jarðskjálftinn sem hefur riðið yfir landið í 25 ár. Óttast er að fleiri hafi látist og slasast en tölur um það eru á reiki. 27. febrúar 2010 09:42 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Íslendingar í Chile Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um fjóra Íslendinga í Chile þar á meðal á vegum Landhelgisgæslunnar. Öflugur jarðskjálfti upp á 8,8 á Richter skók landið í morgun. Ekki er vitað hvort Íslendingarnir hafi verið á skjálftasvæðinu. 27. febrúar 2010 11:00
Íslendingur á Hawaii: Búist við flóðbylgju í kvöld „Ég vaknaði við sírenur um klukkan sex í morgun og ég vissi strax að þetta var ekki æfing því þær eru alltaf fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði,“ segir Ásdís Benediktsdóttir sem býr á Hawaii. Búist er við að fimm metra há fljóðbylgja skelli á eyjarnar milli klukkan níu og tíu í kvöld að íslenskum tíma. 27. febrúar 2010 17:40
Íslendingar í Chile hafa ekki látið vita af sér Utanríkisráðuneytinu er um kunnugt um allt að 35 Íslendinga í Chile en geysiöflugur jarðskjálfti reið yfir landið í morgun. Níu þeirra hafa náð að láta vita af sér gegnum internetið, að sögn Urðar Gunnarsdóttur upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins. Talið er að sex Íslendingar hafi verið í borginni Consepcion en upptök skjálftans voru um 90 kílómetra norðaustur af henni. 27. febrúar 2010 16:58
Tala látinna fer hækkandi í Chile Tala látinna eftir öflugan jarðskjálfta sem reið yfir Chile í morgun fer hækkandi og segja nýjustu tölur að rúmlega sextíu hafi farist. Skjálftinn var átta komma átta á Richter. Utanríkisráðuneytið hefur upplýsingar um að minnsta kosti fjóra Íslendinga í landinu. Engar fréttir hafa borist af þeim í morgun. 27. febrúar 2010 12:16
Öflugur jarðskjálfti í Chile Talið er að minnsta kost sex hafi látist og fleiri slasast í öflugum jarðskjálfta upp á 8,8 á Richter sem skók Chile í Suður Ameríku í morgun. Þetta er stærsti jarðskjálftinn sem hefur riðið yfir landið í 25 ár. Óttast er að fleiri hafi látist og slasast en tölur um það eru á reiki. 27. febrúar 2010 09:42