Erlent

Skotbardagar í Karachi -tugir fallnir

Óli Tynes skrifar
Strætisvagn í björtu báli í Karachi.
Strætisvagn í björtu báli í Karachi.

Uppundir fjörutíu manns hafa fallið í miklum skotbardögum í Karachi stærstu borg Pakistans. Bílar, strætisvagnar og byggingar standa í björtu báli.

Bardagarnir hófust eftir að vinsæll stjórnmálamaður var skotinn til bana ásamt lífverði sínum.

Óljóst er hverjir eru að berjast. Byssumennirnir virðast skjóta handahófskent á þá sem verða á vegi þeirra.

Til viðbótar við þá sem hafa fallið hafa að minnsta kosti 80 manns verið fluttir á sjúkrahús með skotsár eða önnur meiðsli,






Fleiri fréttir

Sjá meira


×