Nýtt fangelsi mun rísa á Hólmsheiði 20. desember 2010 06:30 Gert hefur verið ráð fyrir eldhúsum í öllum göngum fangelsisins og í miðjunni verða aðskildir garðar.mynd/alex poulsen arkitekter Útboð til framkvæmda á nýju fangelsi á Hólmsheiði verður tilbúið hjá dómsmálaráðuneytinu innan fárra vikna. Byggingin verður 3.600 fermetrar, með 56 klefum sem skiptast niður á þrjár deildir; kvennadeild, skammtímavistun og gæsluvarðhald. Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra segir að stefnt sé að því að framkvæmdir geti hafist á fyrri hluta næsta árs. „Það hefur verið unnið að þessu í nokkurn tíma og málið er í góðum farvegi,“ segir Ögmundur. Haukur Guðmundsson, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, segir málið hafa dregist mikið og vinnslu útboðsgagnanna hafa tekið mun lengri tíma en búist var við í fyrstu. Málið sé þó í fullri vinnslu og gögnin ættu að vera tilbúin innan fárra vikna. „Hugmyndin er sú að reyna að hafa þetta eins hagkvæmt í rekstri og hægt er,“ segir Haukur. Fangelsisbyggingin verður á einni hæð þar sem ein vaktstofa verður í miðjunni. Rýmisskiptingin gerir það að verkum að þótt einungis ein varðstofa sé til staðar sé viðráðanleg fjarlægð út í alla ystu klefana. „Það verður einungis inngangur í eina álmu, sem gerir það að verkum að á daginn þegar fangelsið er opið þarf bara að manna einn inngang,“ segir Haukur. „Að nóttu til verður ekkert mannað nema þessi eina vaktstofa í miðju fangelsisins.“ Hönnunin gerir það að verkum að möguleikar til aðgreiningar eru miklir og verður byggingunni skipt niður í sjálfstæðar einingar eftir deildum. Haukur segir fangelsisaðstöðu á höfuðborgarsvæðinu hafa verið óviðunandi í nokkurn tíma og því sé brýnt að hefja aðgerðir. „Fangelsið á Skólavörðustígnum er bókstaflega ónýtt og einingin á Kópavogsbraut er of lítil og óhagkvæm í rekstri,“ segir hann. Á heimasíðu arkitektanna sem hönnuðu bygginguna, Alex Poulsen Arkitekter, segir að áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar verði um 71 milljón danskra króna, eða um einn og hálfur milljarður íslenskra króna. Haukur vill ekki staðfesta hvort sú tala sé nákvæm eins og er. „Hugmyndin er sú að ríkið geri einhvers konar kaupleigusamning um reksturinn,“ segir hann. „Fyrst og fremst verður um mánaðarleg gjöld að ræða.“sunna@frettabladid.is Hólmsheiði Fangelsið á Hólmsheiði verður á einni hæð til þess að halda rekstrarkostnaði í algjöru lágmarki.mynd/alex poulsen arkitekter Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Útboð til framkvæmda á nýju fangelsi á Hólmsheiði verður tilbúið hjá dómsmálaráðuneytinu innan fárra vikna. Byggingin verður 3.600 fermetrar, með 56 klefum sem skiptast niður á þrjár deildir; kvennadeild, skammtímavistun og gæsluvarðhald. Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra segir að stefnt sé að því að framkvæmdir geti hafist á fyrri hluta næsta árs. „Það hefur verið unnið að þessu í nokkurn tíma og málið er í góðum farvegi,“ segir Ögmundur. Haukur Guðmundsson, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, segir málið hafa dregist mikið og vinnslu útboðsgagnanna hafa tekið mun lengri tíma en búist var við í fyrstu. Málið sé þó í fullri vinnslu og gögnin ættu að vera tilbúin innan fárra vikna. „Hugmyndin er sú að reyna að hafa þetta eins hagkvæmt í rekstri og hægt er,“ segir Haukur. Fangelsisbyggingin verður á einni hæð þar sem ein vaktstofa verður í miðjunni. Rýmisskiptingin gerir það að verkum að þótt einungis ein varðstofa sé til staðar sé viðráðanleg fjarlægð út í alla ystu klefana. „Það verður einungis inngangur í eina álmu, sem gerir það að verkum að á daginn þegar fangelsið er opið þarf bara að manna einn inngang,“ segir Haukur. „Að nóttu til verður ekkert mannað nema þessi eina vaktstofa í miðju fangelsisins.“ Hönnunin gerir það að verkum að möguleikar til aðgreiningar eru miklir og verður byggingunni skipt niður í sjálfstæðar einingar eftir deildum. Haukur segir fangelsisaðstöðu á höfuðborgarsvæðinu hafa verið óviðunandi í nokkurn tíma og því sé brýnt að hefja aðgerðir. „Fangelsið á Skólavörðustígnum er bókstaflega ónýtt og einingin á Kópavogsbraut er of lítil og óhagkvæm í rekstri,“ segir hann. Á heimasíðu arkitektanna sem hönnuðu bygginguna, Alex Poulsen Arkitekter, segir að áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar verði um 71 milljón danskra króna, eða um einn og hálfur milljarður íslenskra króna. Haukur vill ekki staðfesta hvort sú tala sé nákvæm eins og er. „Hugmyndin er sú að ríkið geri einhvers konar kaupleigusamning um reksturinn,“ segir hann. „Fyrst og fremst verður um mánaðarleg gjöld að ræða.“sunna@frettabladid.is Hólmsheiði Fangelsið á Hólmsheiði verður á einni hæð til þess að halda rekstrarkostnaði í algjöru lágmarki.mynd/alex poulsen arkitekter
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira