Boðberar válegra tíðinda 19. mars 2010 06:00 Magnús Karl Magnússon, Guðmundur Þorgeirsson og Sigurður Guðmundsson skrifa um Herbalife. Hlutverk fræðimannsins í opinberri umræðu er einn af hornsteinum upplýstrar umræðu í lýðræðissamfélagi. Styrkur fræðimannsins liggur í faglegri nálgun og vísindalegri aðferðafræði en jafnframt ber honum skylda til að kynna niðurstöður sínar og leggja þær fram til skoðunar, umræðu og gagnrýni. Oft á tíðum snertir viðfangsefni fræðimanna mikilvæga hagsmuni, bæði almannahagsmuni svo og fjárhagslega og viðskiptalega hagsmuni. Innan heilbrigðisvísinda vega almannahagsmunir oft mjög þungt enda viðfangsefnið heilsa og sjúkdómar einstaklinga. Það skiptir því fræðimanninn öllu að ályktanir séu byggðar á fyrirliggjandi gögnum og vísindalegum túlkunum en stýrist ekki af beinum eða óbeinum hagsmunatengslum. Þegar fræðilegar ályktanir snúast um heilsu og sjúkdóma eru almannahagsmunir ótvíræðir og skylda fræðimannsins vegur þar einkar þungt. Heiður fræðimannsins og óhlutdrægni er honum því mikils verð. Það er hins vegar alþekkt að öflugir hagsmunaaðilar sem telja niðurstöður fræðimanna ógna hagsmunum sínum beina spjótum sínum að æru slíkra fræðimanna. Almenningur og fjölmiðlar þurfa að vera vakandi fyrir slíkum tilburðum. Við höfum orðið vitni að fjölmörgum slíkum dæmum á síðustu misserum þar sem bæði öflug fyrirtæki og valdamenn, þ.ám. stjórnmálamenn, í samfélagi okkar hafa vegið að æru virtra fræðimanna fyrir það eitt að opinbera gögn sín eða skoðanir á opinberum vettvangi. Boðberar válegra tíðinda hafa löngum mátt gjalda fyrir hlutskipti sitt. Viðbrögð Herbalife Nýlegt dæmi er blaðagrein Jóns Óttars Ragnarssonar, talsmanns Herbalife á Íslandi, í Fréttablaðinu, 13. mars sl. („Fæðubót: Böl eða blessun?") og önnur fjölmiðlaumfjöllun, m.a. viðtal Sölva Tryggvasonar við hann á Skjá einum sama dag. Umfjöllun Jóns Óttars eru viðbrögð við því að hópur vísindamanna birti rannsóknir á hugsanlegum lifrarskaða tengdum notkun á Herbalife-vörum. Jón Óttar beinir þar stórum hluta umfjöllunar sinnar að heiðarleika og meintum hagsmunatengslum aðalhöfundar greinarinnar, Magnúsar Jóhannssonar, prófessors við læknadeild Háskóla Íslands. Þetta gerir hann með rætnum aðdróttunum og ósannindum en tilgangurinn er ljós og ætti að vera öllum sýnilegur, sér í lagi ef Jón Óttar myndi skýra frá hagsmunum sínum af sölu á Herbalife-vörum hér á landi. Magnús Jóhannsson er m.a. sagður vera varðgæslumaður hins alþjóðlega lyfjaiðnaðar og hann jafnframt sakaður um að standa að hræðsluáróðri og að ala á andúð og fáfræði í kennslu sinni um árabil við læknadeild HÍ. Staðreynd málsins er sú að Magnús hefur aldrei haft nein hagsmunatengsl við lyfjaiðnaðinn. Hann hefur verið öflugur fræðimaður á sviði lyfja- og eiturefnafræði, bæði grunnrannsókna á lífeðilsfræði hjartans svo og við að rannsaka verkanir og aukaverkanir bæði lyfja og náttúruefna. Fræðilegur heiðarleiki Magnúsar hefur alla tíð verið eitt hans aðaleinkenni sem hefur þó á stundum bakað honum óvild meðal ýmissa hagsmunaaðila, bæði innan lyfjaiðnaðarins og meðal fylgismanna hjálækninga. Í umræddu dæmi hafa fræðimenn við Háskóla Íslands, Landspítalann og Lyfjastofnun notað viðurkennda vísindalega aðferðafræði til að rannsaka hugsanleg orsakatengsl milli eitrunarlifrarbólgu og notkunar á Herbalife-vörum. Öll gögn eru lögð á borðið og vafaatriði dregin fram í umræðukafla greinarinnar. Hin fræðilega greining fór í gegnum ritrýni áður en hún birtist sem vísindagrein í Læknablaðinu, einu af tveimur vísindaritum á Íslandi sem hlotið hafa viðurkenningu og skráningu í hinum alþjóðlega vísindagagnagrunni ISI („Instutite for Scientific Information"). Eins og um aðrar vísindaniðurstöður viljum við hvetja til umræðu um kosti og galla þessarar vinnu og hvort ályktanir standist vísindalega skoðun. Höfundar umræddrar vísindagreinar þurfa þá að rökstyðja sínar ályktanir og er það okkar álit að þeir séu öflugir og mjög vel hæfir til að taka þátt í slíkri umræðu. Auk Magnúsar eru tveir læknar með sérmenntun á sviði lifrarsjúkdóma höfundar að greininni. Fyrirtækið sem markaðssetur vörur sínar undir vörumerkjum Herbalife er að selja fæðubótarefni sem stuðla eiga að auknu heilbrigði. Það vekur sérstaka furðu og vonbrigði að forsvarsmenn þess sýni ekki meiri ábyrgð gagnvart almenningi en svo að talsmaður þess, Jón Óttar Ragnarsson, vilji þagga niður umræðuna með persónulegri aðför að forsvarsmanni rannsóknarinnar. Það eru reyndar mörg dæmi um að fyrirtæki hafa viljað þagga niður óþægilegar niðurstöður í stað þess að taka þeim opnum örmum. Dæmi eru um að lyfjafyrirtæki hafa reynt þetta en það er þó ávallt reynsla ábyrgra lyfjafyrirtækja að það samræmist best langtímahagsmunum þeirra að taka slíkum upplýsingum opnum huga og kanna frekar þar sem þær varða ljóslega öryggi neytendanna. Þöggunarárátta Almenningur verður að gjalda sérstakan varhug við því þegar talsmenn fyrirtækja eða stjórnvalda reyna að þagga niður fræðilega umræðu eða vega að persónu þeirra sem að slíkum rannsóknum standa. Slíkt er nánast aldrei gert með hagsmuni almennings eða hagsmuni sannleikans í huga heldur mun fremur vegna þröngra viðskiptalegra hagsmuna. Fjölmiðlar verða einnig að vera vakandi fyrir slíkum vinnubrögðum og það sætir mikilli furðu að í þessu tilfelli skuli slík skrif birtast án þess að almenningi sé gert ljóst hverra hagsmunir liggi að baki. Við hvetjum íslenska fjölmiðla til að hafa hagsmuni almennings og sannleikans í huga þegar um mál sem þetta er rætt. Einnig teljum við það sjálfsagða kröfu að þegar ábyrgir fjölmiðlar birta aðsendar greinar að höfundar þeirra útlisti fyrir lesendum bein hagsmunatengsl sem málið varða. Magnús Karl Magnússon er prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknarstofu í Lyfja- og eiturefnafræði. Guðmundur Þorgeirsson er prófessor og forseti læknadeildar Háskóla Íslands og Sigurður Guðmundsson, forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Sjá meira
Magnús Karl Magnússon, Guðmundur Þorgeirsson og Sigurður Guðmundsson skrifa um Herbalife. Hlutverk fræðimannsins í opinberri umræðu er einn af hornsteinum upplýstrar umræðu í lýðræðissamfélagi. Styrkur fræðimannsins liggur í faglegri nálgun og vísindalegri aðferðafræði en jafnframt ber honum skylda til að kynna niðurstöður sínar og leggja þær fram til skoðunar, umræðu og gagnrýni. Oft á tíðum snertir viðfangsefni fræðimanna mikilvæga hagsmuni, bæði almannahagsmuni svo og fjárhagslega og viðskiptalega hagsmuni. Innan heilbrigðisvísinda vega almannahagsmunir oft mjög þungt enda viðfangsefnið heilsa og sjúkdómar einstaklinga. Það skiptir því fræðimanninn öllu að ályktanir séu byggðar á fyrirliggjandi gögnum og vísindalegum túlkunum en stýrist ekki af beinum eða óbeinum hagsmunatengslum. Þegar fræðilegar ályktanir snúast um heilsu og sjúkdóma eru almannahagsmunir ótvíræðir og skylda fræðimannsins vegur þar einkar þungt. Heiður fræðimannsins og óhlutdrægni er honum því mikils verð. Það er hins vegar alþekkt að öflugir hagsmunaaðilar sem telja niðurstöður fræðimanna ógna hagsmunum sínum beina spjótum sínum að æru slíkra fræðimanna. Almenningur og fjölmiðlar þurfa að vera vakandi fyrir slíkum tilburðum. Við höfum orðið vitni að fjölmörgum slíkum dæmum á síðustu misserum þar sem bæði öflug fyrirtæki og valdamenn, þ.ám. stjórnmálamenn, í samfélagi okkar hafa vegið að æru virtra fræðimanna fyrir það eitt að opinbera gögn sín eða skoðanir á opinberum vettvangi. Boðberar válegra tíðinda hafa löngum mátt gjalda fyrir hlutskipti sitt. Viðbrögð Herbalife Nýlegt dæmi er blaðagrein Jóns Óttars Ragnarssonar, talsmanns Herbalife á Íslandi, í Fréttablaðinu, 13. mars sl. („Fæðubót: Böl eða blessun?") og önnur fjölmiðlaumfjöllun, m.a. viðtal Sölva Tryggvasonar við hann á Skjá einum sama dag. Umfjöllun Jóns Óttars eru viðbrögð við því að hópur vísindamanna birti rannsóknir á hugsanlegum lifrarskaða tengdum notkun á Herbalife-vörum. Jón Óttar beinir þar stórum hluta umfjöllunar sinnar að heiðarleika og meintum hagsmunatengslum aðalhöfundar greinarinnar, Magnúsar Jóhannssonar, prófessors við læknadeild Háskóla Íslands. Þetta gerir hann með rætnum aðdróttunum og ósannindum en tilgangurinn er ljós og ætti að vera öllum sýnilegur, sér í lagi ef Jón Óttar myndi skýra frá hagsmunum sínum af sölu á Herbalife-vörum hér á landi. Magnús Jóhannsson er m.a. sagður vera varðgæslumaður hins alþjóðlega lyfjaiðnaðar og hann jafnframt sakaður um að standa að hræðsluáróðri og að ala á andúð og fáfræði í kennslu sinni um árabil við læknadeild HÍ. Staðreynd málsins er sú að Magnús hefur aldrei haft nein hagsmunatengsl við lyfjaiðnaðinn. Hann hefur verið öflugur fræðimaður á sviði lyfja- og eiturefnafræði, bæði grunnrannsókna á lífeðilsfræði hjartans svo og við að rannsaka verkanir og aukaverkanir bæði lyfja og náttúruefna. Fræðilegur heiðarleiki Magnúsar hefur alla tíð verið eitt hans aðaleinkenni sem hefur þó á stundum bakað honum óvild meðal ýmissa hagsmunaaðila, bæði innan lyfjaiðnaðarins og meðal fylgismanna hjálækninga. Í umræddu dæmi hafa fræðimenn við Háskóla Íslands, Landspítalann og Lyfjastofnun notað viðurkennda vísindalega aðferðafræði til að rannsaka hugsanleg orsakatengsl milli eitrunarlifrarbólgu og notkunar á Herbalife-vörum. Öll gögn eru lögð á borðið og vafaatriði dregin fram í umræðukafla greinarinnar. Hin fræðilega greining fór í gegnum ritrýni áður en hún birtist sem vísindagrein í Læknablaðinu, einu af tveimur vísindaritum á Íslandi sem hlotið hafa viðurkenningu og skráningu í hinum alþjóðlega vísindagagnagrunni ISI („Instutite for Scientific Information"). Eins og um aðrar vísindaniðurstöður viljum við hvetja til umræðu um kosti og galla þessarar vinnu og hvort ályktanir standist vísindalega skoðun. Höfundar umræddrar vísindagreinar þurfa þá að rökstyðja sínar ályktanir og er það okkar álit að þeir séu öflugir og mjög vel hæfir til að taka þátt í slíkri umræðu. Auk Magnúsar eru tveir læknar með sérmenntun á sviði lifrarsjúkdóma höfundar að greininni. Fyrirtækið sem markaðssetur vörur sínar undir vörumerkjum Herbalife er að selja fæðubótarefni sem stuðla eiga að auknu heilbrigði. Það vekur sérstaka furðu og vonbrigði að forsvarsmenn þess sýni ekki meiri ábyrgð gagnvart almenningi en svo að talsmaður þess, Jón Óttar Ragnarsson, vilji þagga niður umræðuna með persónulegri aðför að forsvarsmanni rannsóknarinnar. Það eru reyndar mörg dæmi um að fyrirtæki hafa viljað þagga niður óþægilegar niðurstöður í stað þess að taka þeim opnum örmum. Dæmi eru um að lyfjafyrirtæki hafa reynt þetta en það er þó ávallt reynsla ábyrgra lyfjafyrirtækja að það samræmist best langtímahagsmunum þeirra að taka slíkum upplýsingum opnum huga og kanna frekar þar sem þær varða ljóslega öryggi neytendanna. Þöggunarárátta Almenningur verður að gjalda sérstakan varhug við því þegar talsmenn fyrirtækja eða stjórnvalda reyna að þagga niður fræðilega umræðu eða vega að persónu þeirra sem að slíkum rannsóknum standa. Slíkt er nánast aldrei gert með hagsmuni almennings eða hagsmuni sannleikans í huga heldur mun fremur vegna þröngra viðskiptalegra hagsmuna. Fjölmiðlar verða einnig að vera vakandi fyrir slíkum vinnubrögðum og það sætir mikilli furðu að í þessu tilfelli skuli slík skrif birtast án þess að almenningi sé gert ljóst hverra hagsmunir liggi að baki. Við hvetjum íslenska fjölmiðla til að hafa hagsmuni almennings og sannleikans í huga þegar um mál sem þetta er rætt. Einnig teljum við það sjálfsagða kröfu að þegar ábyrgir fjölmiðlar birta aðsendar greinar að höfundar þeirra útlisti fyrir lesendum bein hagsmunatengsl sem málið varða. Magnús Karl Magnússon er prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknarstofu í Lyfja- og eiturefnafræði. Guðmundur Þorgeirsson er prófessor og forseti læknadeildar Háskóla Íslands og Sigurður Guðmundsson, forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun