Lífið

Sundhöllin lætur undan kröfum Eiríks

Katrín Irvin hefur nú hækkað hitastigið á gufubaðinu í Sundhöll Reykjavíkur en Eiríkur Jónsson hafði kvartað undan hitastiginu á blogginu sínu.
Katrín Irvin hefur nú hækkað hitastigið á gufubaðinu í Sundhöll Reykjavíkur en Eiríkur Jónsson hafði kvartað undan hitastiginu á blogginu sínu.
Eiríkur Jónsson, landsþekktur sundáhugamaður og ritstjóri Séð og Heyrt, fékk það í gegn að hitinn á gufunni í Sundhöll Reykjavíkur var hækkaður. Hitastigið er nú á milli 45 og 47 gráður, að sögn Katrínar Irvin, rekstrarstjóra Sundhallarinnar.

Fréttablaðið greindi frá óánægju Eiríks með hitastig gufunnar en hann skrifaði á bloggi sínu að hitastigið þar inni væri eins og heima í stofu. Katrín sagði þá að gufan væri rétt stillt en fleiri sundlaugargestir settu sig í samband við Sundhöllina og höfðu sömu sögu að segja.

„Við viljum auðvitað koma til móts við gesti og hlustum á ábendingar frá þeim,“ útskýrir Katrín. „Þetta hefur aðeins verið í umræðunni en nú skilst mér að sundlaugargestir séu sáttir við hitastigið.”

Eiríkur var að vonum ánægður með ákvörðun rekstrarstjórans um að hækka hitastigið þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. „Ég fékk þessi skilaboð sjálfur frá henni í gegnum vinnufélaga minn hérna uppi á Birtíngi. Þetta var það eina í stöðunni, að hækka hitann. Annars er eina lausnin á þessu máli að reisa anddyri. Þannig er hægt að koma í veg fyrir að hitinn leki út þegar fólk opnar dyrnar,“ sagði Eiríkur sem hugðist fara og kynna sér nýja hitastigið í gærkvöldi. -fgg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.