Spurt um sameiningu við íþyngjandi aðstæður Kristín Fjóla Bergþórsdóttir og Sigurður Magnússon skrifar 9. mars 2010 16:42 Nú liggur fyrir að 48%, eða tæpur helmingur kosningabærra íbúa Álftaness, svaraði því játandi, í skoðanakönnun um sameiningarmál, að sameinast öðru sveitarfélagi. Tvennt vekur athygli í könnuninni, -slök þátttaka, en aðeins um 60 % svöruðu spurningum í könnuninni, eða rúmlega 1100 kjósendur af 1777 á kjörskrá. Hefð er fyrir kosningaþátttöku á Álftanesi u.þ.b. 90% og skakkar hér því miklu, eða um 500 atkvæðum. Margir töldu könnunina ótímabæra við þær aðstæður sem nú eru á Álftanesi, þegar íbúarnir búa við íþyngjandi skatta og niðurskurð sem meirihlutinn setti á um áramót. Óánægja var líka með að íbúunum gæfist ekki kostur á að merkja við valkostinn, „sjálfstætt Álftanes eftir fjárhagslega endurskipulagningu og afnám sérskatta og niðurskurðar". Meirihluti bæjarstjórnar felldi tillögu um að þessi kostur yrði í könnuninni og dregur það úr gildi hennar. Álftnesingar hljóta að velta því fyrir sér hversvegna meirihlutinn vildi ekki gefa íbúunum þennan valkost! Í fyrri skoðanakönnunum um afstöðu Álftnesinga til sameiningar, hafa u.þ.b. 60% íbúanna alltaf valið sjálfstætt sveitarfélag. Telja má víst að margir hefðu valið þennan kost nú hefði könnunin boðið upp á þann valmöguleika.Lítill munur á Reykjavík eða Garðabæ þegar valið er milli sameiningarkostaHitt sem vekur athygli í könnuninni er að nær jafnmargir þátttakenda velja Reykjavík og Garðabæ sem sameiningarkost eða 34% Reykjavík, en 44% Garðabæ, -munurinn er aðeins rúm 100 atkvæði. Við fyrri sameiningarumræður hefur alltaf verið rætt um sameiningu Álftaness og Garðabæjar, enda liggja stjórnsýslumörk bæjanna saman og í aðdraganda sameiningaumræðna nú hefur meirihluti D-lista lagt sig fram um að beina sameiningarferlinu inn í Garðabæ. Bæjarfulltrúar Á-lista höfðu fyrir könnunina gagnrýnt tímasetningu hennar, þar sem ekki er lokið fjárhagslegri endurskipulagningu bæjarsjóðs. Fjárhaldsstjórn skipuð af ráðuneyti sveitastjórnamála vinnur að þessari endurskipulagningu með bæjarfulltrúum. Markmið þeirrar vinnu er að gera sveitarfélagið rekstrarfært að nýju og aflétta íþyngjandi ákvörðunum D-listans.Sigurður MagnússonMeirihlutinn neitað íbúunum um valkostinn „sjálfstætt sveitarfélag, eftir fjárhagslega endurskipulagning"Eftir að bæjarstjórn hafði ákveðið skoðanakönnunina við þessar íþyngjandi aðstæður, sérskatta og niðurskurðar, lagði Á-listi til að í könnuninni gætu íbúar merkt við sjálfstætt Álftanes, eftir fjárhagslega endurskipulagningu. Tillaga Á-listans um þetta var felld. Álftnesingar hljóta að undrast að meirihlutinn skuli þannig hafa útilokað að íbúunum gæfist þessi sjálfsagði valkostur úr því að ekki var fallist á að fresta könnuninni. Á-listinn gagnrýndi líka að velja þyrfti milli sveitarfélaga án þess að upplýsingar lægju fyrir um hugsanlega aðkomu ólíkra sveitarfélaga að nærþjónustu á Álftanesi eftir sameiningu. Að ókönnuðu máli töldu þó bæjarfulltrúar Á-lista, að vegna fjarlægðar við Reykjavík væri líklegra að betur yrði staðið að nærþjónustu með sameiningu við Reykjavík en t.d. Garðabæ eða Hafnarfjörð. Könnunin sýnir að þetta sjónarmið bæjarfulltrúa Á-lista hefur mikinn stuðning íbúanna.Íbúakannanir gott stjórntæki, en gæta þarf hlutleysis í framsetningu og vali spurningaBæjarfulltrúar Á-lista leggja áherslu á að nú verði hraðað vinnu við fjárhagslega endurskipulagningu, en þar veltur mest á að leiðrétting fáist á jöfnunargreiðslum og að lán og skuldbindingar verði endurskipulagðar með aðkomu ríkisvalds, en beint fjárhagstjón Álftaness í efnahagshruninu er yfir 1000 milljónir. Komi til sameiningaviðræðna eftir þá endurskipulagningu dugar ekki að ræða við Garðabæ, heldur þarf jafnframt að taka upp viðræður við Reykjavík. Þegar tekið er tillit til slakrar þátttöku, íþyngjandi aðstæðna, ónógum valmöguleikum spurninga og því að 25% þátttakenda svara ekki spurningunni um sameiningu játandi, er ljóst að niðurstöður skoðanakönnunarinnar um vilja til sameiningar eru ómarktækar. Bæjarfulltrúar Á-lista vilja þó undirstrika að skoðanakannanir og íbúakosningar séu mikilvægt stjórntæki til að leita eftir sjónarmiðum íbúa í stórum málum. En þá þurfi að gæta hlutleysis í framsetningu spurninga og tryggja að þær kalli fram sem flest sjónarmið.Kristín Fjóla Bergþórsdóttir og Sigurður Magnússon, bæjarfulltrúar Á-lista á Álftanesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir að 48%, eða tæpur helmingur kosningabærra íbúa Álftaness, svaraði því játandi, í skoðanakönnun um sameiningarmál, að sameinast öðru sveitarfélagi. Tvennt vekur athygli í könnuninni, -slök þátttaka, en aðeins um 60 % svöruðu spurningum í könnuninni, eða rúmlega 1100 kjósendur af 1777 á kjörskrá. Hefð er fyrir kosningaþátttöku á Álftanesi u.þ.b. 90% og skakkar hér því miklu, eða um 500 atkvæðum. Margir töldu könnunina ótímabæra við þær aðstæður sem nú eru á Álftanesi, þegar íbúarnir búa við íþyngjandi skatta og niðurskurð sem meirihlutinn setti á um áramót. Óánægja var líka með að íbúunum gæfist ekki kostur á að merkja við valkostinn, „sjálfstætt Álftanes eftir fjárhagslega endurskipulagningu og afnám sérskatta og niðurskurðar". Meirihluti bæjarstjórnar felldi tillögu um að þessi kostur yrði í könnuninni og dregur það úr gildi hennar. Álftnesingar hljóta að velta því fyrir sér hversvegna meirihlutinn vildi ekki gefa íbúunum þennan valkost! Í fyrri skoðanakönnunum um afstöðu Álftnesinga til sameiningar, hafa u.þ.b. 60% íbúanna alltaf valið sjálfstætt sveitarfélag. Telja má víst að margir hefðu valið þennan kost nú hefði könnunin boðið upp á þann valmöguleika.Lítill munur á Reykjavík eða Garðabæ þegar valið er milli sameiningarkostaHitt sem vekur athygli í könnuninni er að nær jafnmargir þátttakenda velja Reykjavík og Garðabæ sem sameiningarkost eða 34% Reykjavík, en 44% Garðabæ, -munurinn er aðeins rúm 100 atkvæði. Við fyrri sameiningarumræður hefur alltaf verið rætt um sameiningu Álftaness og Garðabæjar, enda liggja stjórnsýslumörk bæjanna saman og í aðdraganda sameiningaumræðna nú hefur meirihluti D-lista lagt sig fram um að beina sameiningarferlinu inn í Garðabæ. Bæjarfulltrúar Á-lista höfðu fyrir könnunina gagnrýnt tímasetningu hennar, þar sem ekki er lokið fjárhagslegri endurskipulagningu bæjarsjóðs. Fjárhaldsstjórn skipuð af ráðuneyti sveitastjórnamála vinnur að þessari endurskipulagningu með bæjarfulltrúum. Markmið þeirrar vinnu er að gera sveitarfélagið rekstrarfært að nýju og aflétta íþyngjandi ákvörðunum D-listans.Sigurður MagnússonMeirihlutinn neitað íbúunum um valkostinn „sjálfstætt sveitarfélag, eftir fjárhagslega endurskipulagning"Eftir að bæjarstjórn hafði ákveðið skoðanakönnunina við þessar íþyngjandi aðstæður, sérskatta og niðurskurðar, lagði Á-listi til að í könnuninni gætu íbúar merkt við sjálfstætt Álftanes, eftir fjárhagslega endurskipulagningu. Tillaga Á-listans um þetta var felld. Álftnesingar hljóta að undrast að meirihlutinn skuli þannig hafa útilokað að íbúunum gæfist þessi sjálfsagði valkostur úr því að ekki var fallist á að fresta könnuninni. Á-listinn gagnrýndi líka að velja þyrfti milli sveitarfélaga án þess að upplýsingar lægju fyrir um hugsanlega aðkomu ólíkra sveitarfélaga að nærþjónustu á Álftanesi eftir sameiningu. Að ókönnuðu máli töldu þó bæjarfulltrúar Á-lista, að vegna fjarlægðar við Reykjavík væri líklegra að betur yrði staðið að nærþjónustu með sameiningu við Reykjavík en t.d. Garðabæ eða Hafnarfjörð. Könnunin sýnir að þetta sjónarmið bæjarfulltrúa Á-lista hefur mikinn stuðning íbúanna.Íbúakannanir gott stjórntæki, en gæta þarf hlutleysis í framsetningu og vali spurningaBæjarfulltrúar Á-lista leggja áherslu á að nú verði hraðað vinnu við fjárhagslega endurskipulagningu, en þar veltur mest á að leiðrétting fáist á jöfnunargreiðslum og að lán og skuldbindingar verði endurskipulagðar með aðkomu ríkisvalds, en beint fjárhagstjón Álftaness í efnahagshruninu er yfir 1000 milljónir. Komi til sameiningaviðræðna eftir þá endurskipulagningu dugar ekki að ræða við Garðabæ, heldur þarf jafnframt að taka upp viðræður við Reykjavík. Þegar tekið er tillit til slakrar þátttöku, íþyngjandi aðstæðna, ónógum valmöguleikum spurninga og því að 25% þátttakenda svara ekki spurningunni um sameiningu játandi, er ljóst að niðurstöður skoðanakönnunarinnar um vilja til sameiningar eru ómarktækar. Bæjarfulltrúar Á-lista vilja þó undirstrika að skoðanakannanir og íbúakosningar séu mikilvægt stjórntæki til að leita eftir sjónarmiðum íbúa í stórum málum. En þá þurfi að gæta hlutleysis í framsetningu spurninga og tryggja að þær kalli fram sem flest sjónarmið.Kristín Fjóla Bergþórsdóttir og Sigurður Magnússon, bæjarfulltrúar Á-lista á Álftanesi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar