Lífið

Jackson átti ekki fyrir hótelreikningum

MYND: AFP Nordic

Lífverðir Michaels Jackson lýstu því í þættinum Good Morning America hversu kærulaus Jackson var í peningamálum. Hann hafði ekki fyrir því að greiða kreditkortareikninga og var meðal annars hent út af hóteli í eitt sinn vegna höfnunar á korti.

Lífverðirnir Bill Whitfield og Mike Garcia sögðu að kreditkortareikningurinn hefði ekki verið greiddur. Þeir sögðu jafnframt að Jackson hefði verið mun skapmeiri á bak við luktar dyr heldur mjúk ímynd hans á meðal almennings gaf til kynna.

"Hann varð eitt sinn svo pirraður að hann henti farsímanum mínum út um gluggann, í gegnum gluggann og braut glerið," sagði Whitfield í viðtalinu.

Hann greindi einnig frá því að allt var gert til að börn Jackson sæju ekki föður sinn á forsíðu tímarita. "Ég var yfirleitt á undan honum og var búinn að snúa við öllum tímaritum sem báru mynd af honum á forsíðu þegar hann eða börnin hans gengu fram hjá tímaritastandi. Stundum sá hann þau sjálfur og þá sneri hann þeim," segir Wthitfield um Jackson sem lést í júní á síðasta ári eftir að hafa innbyrt banvænan skammt af lyfjum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.