Innlent

Barnshafandi flutt með þyrlu frá Eyjum

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í gærkvöldi barnshafandi konu til Vestmannaeyja þar sem læknar töldu öruggara að hún fæddi barn sitt á fæðingadeildinni í Reykjavík.

Læknir var með í för, tilbúinn að taka á móti barninu ef það fæddist um borð í þyrlunni, en ekki kom til þess. Kallað var á þyrluna þar sem ekki voru lendingarskilyrði fyrir venjulega sjúkraflugvél í Eyjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×