Kísilver undirbúin í Þorlákshöfn, Helguvík og Grindavík 8. nóvember 2010 19:07 Tvær kísilmálmverksmiðjur eru nú í undirbúningi í landinu, í Þorlákshöfn og Helguvík, og jafnframt er verið að undirbúa kísilhreinsiverksmiðju við Grindavík. Þær gætu lent í samkeppni við álver í Helguvík um þá orku sem verður í boði á næstunni en jafnframt er líklegt að Landsvirkjun hugi að neðri Þjórsá til að mæta orkuþörfinni. Kanadíska fyrirtækið Timminco áformar kísilmálmverksmiðju í Þorlákshöfn en samningsrammi um hana var undirritaður snemma á þessu ári. Eftir að forgangur Timminco að orku Hverahlíðarvirkjunar rann út í maí hefur í raun staðið yfir óformlegt kapphlaup milli þess og álvers í Helguvík um hvort verkefnið verði fyrr tilbúið að tryggja sér skuldbindandi orkusamning við Orkuveitu Reykjavíkur um 90 megavatta raforku. En það er við fleiri aðila sem Norðurál gæti þurft að keppa við um orkuna. Íslenska kísilfélagið, sem bandarískt fyrirtæki stendur á bak við, er í viðræðum við Landsvirkjun og HS Orku um kaup á minnst 60 megavöttum fyrir kísilmálmverksmiðju sem það áformar að reisa í Helguvík, við hlið álversins. Þá hefur nú bæst við enn einn keppinauturinn, erlent félag sem undirbýr verksmiðju í Eldvörpum við Grindavík til að hreinsa kísil fyrir sólarsellur, og ræðir við Landsvirkjun og HS Orku um að kaupa minnst 66 megavött raforku, - og hefur í forgjöf það skilyrði Grindavíkurbæjar að minnst helmingur orku Eldvarpa nýtist innan bæjarmarkanna. Ekki er víst að öll þessi verkefni þurfi að rekast á. Ákveði Landsvirkjun að verða við ósk Norðuráls um allt að 80 megavött til Helguvíkur er talið að umframorka í kerfinu ásamt Búðarhálsvirkjun dugi til, jafnframt því að mæta nýgerðum samningi vegna Alcan í Straumsvík. Til að verða við óskum kísilvera þyrfti Landsvirkjun þá að horfa til neðri Þjórsár, en þar á fyrirtækið þrjá fullhannaða en umdeilda virkjunarkosti. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira
Tvær kísilmálmverksmiðjur eru nú í undirbúningi í landinu, í Þorlákshöfn og Helguvík, og jafnframt er verið að undirbúa kísilhreinsiverksmiðju við Grindavík. Þær gætu lent í samkeppni við álver í Helguvík um þá orku sem verður í boði á næstunni en jafnframt er líklegt að Landsvirkjun hugi að neðri Þjórsá til að mæta orkuþörfinni. Kanadíska fyrirtækið Timminco áformar kísilmálmverksmiðju í Þorlákshöfn en samningsrammi um hana var undirritaður snemma á þessu ári. Eftir að forgangur Timminco að orku Hverahlíðarvirkjunar rann út í maí hefur í raun staðið yfir óformlegt kapphlaup milli þess og álvers í Helguvík um hvort verkefnið verði fyrr tilbúið að tryggja sér skuldbindandi orkusamning við Orkuveitu Reykjavíkur um 90 megavatta raforku. En það er við fleiri aðila sem Norðurál gæti þurft að keppa við um orkuna. Íslenska kísilfélagið, sem bandarískt fyrirtæki stendur á bak við, er í viðræðum við Landsvirkjun og HS Orku um kaup á minnst 60 megavöttum fyrir kísilmálmverksmiðju sem það áformar að reisa í Helguvík, við hlið álversins. Þá hefur nú bæst við enn einn keppinauturinn, erlent félag sem undirbýr verksmiðju í Eldvörpum við Grindavík til að hreinsa kísil fyrir sólarsellur, og ræðir við Landsvirkjun og HS Orku um að kaupa minnst 66 megavött raforku, - og hefur í forgjöf það skilyrði Grindavíkurbæjar að minnst helmingur orku Eldvarpa nýtist innan bæjarmarkanna. Ekki er víst að öll þessi verkefni þurfi að rekast á. Ákveði Landsvirkjun að verða við ósk Norðuráls um allt að 80 megavött til Helguvíkur er talið að umframorka í kerfinu ásamt Búðarhálsvirkjun dugi til, jafnframt því að mæta nýgerðum samningi vegna Alcan í Straumsvík. Til að verða við óskum kísilvera þyrfti Landsvirkjun þá að horfa til neðri Þjórsár, en þar á fyrirtækið þrjá fullhannaða en umdeilda virkjunarkosti.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira