Lífið

Á ströngu mataræði

Katy Perry. MYND/Cover Media
Katy Perry. MYND/Cover Media

Söngkonan Katy Perry, 25 ára, er í gríðarlegu aðhaldi þegar kemur að mataræðinu.

Hún er á ströngum matarkúr og æfir líkamsrækt daglega því hún ætlar að líta vel út þegar hún gengur að eiga breska grínistann Russell Brand síðar á þessu ári.

Katy borðar fimm máltíðar á dag og reynir að passa upp á matarskammtana og samsetningu fæðunnar.

„Ég fæ mér spínat með pizzunni til að réttlæta óhollustuna," sagði Katy í viðtali við Closer tímaritið.

„Svo drekk ég fullt af vatni yfir daginn. Ég held mig algjörlega frá gosi og megrunarsjeikum. Ég skil ekki konur sem drekka sykurlausa megrunardrykki," sagði hún jafnframt.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.