Þjóðfundarviljinn í Stjórnarskrá Friðrik Þór Guðmundsson skrifar 23. nóvember 2010 14:13 Vel heppnaður Þjóðfundur 2010 skilaði frá sér skýrum skilaboðum. Öllum aðalatriðum er ég sammála og sáttur við skilaboðin og get með góðri samvisku sagt að efsta og veigamesta stefnumál mitt sem frambjóðanda númer 7814 sé að hrinda skilaboðum Þjóðfundar 2010 í framkvæmd. Skilaboð Þjóðfundar Meginlínurnar í skilaboðum Þjóðfundar 2010 voru: Stjórnarskráin er sáttmáli sem tryggir fullveldi og sjálfstæði . Siðgæðisþema nýrrar stjórnarskrár skal vera mannvirðing, tjáningarfrelsi og tillitssemi. Allir skulu njóta mannréttinda svo sem tjáningarfrelsis, friðhelgi einkalífs, trúfrelsis og eignarréttar. Tryggja skal jafnræði fyrir lögum óháð kyni, trú, þjóðerni, kynþætti, búsetu og kynhneigð. Allir skulu njóta jafns réttar til náms, heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu. Á Íslandi skal vera virkt og gagnsætt lýðræði þar sem valdhöfum er settur skýr rammi, þar sem mannvirðing, ábyrgð og skyldur við þegna landsins eru höfð að leiðarljósi. Lýðræðið byggi á þrískiptingu valds, þar sem skyldur og ábyrgð ráðamanna eru skýr. Ráðherrar skulu ekki gegna þingmennsku ásamt ráðherraembætti. Þingseta þingmanna háð tímatakmörkunum og þeim fækkað. Ákvæði verði sett um kosningar með persónukjöri og um þjóðaratkvæðagreiðslur um mikilvæg málefni. Vægi atkvæða verði jafnt í einu kjördæmi Endurskoða þarf vald forseta Íslands og taka afstöðu til neitunarvalds hans. Skipan dómara skal endurskoðuð. Ríki og kirkja verði aðskilin. Náttúra og auðlindir landsins eru óframseljanleg þjóðareign sem ber að vernda, umgangast og nýta á sjálfbæran hátt þannig að aðgengi almennings sé tryggt. Náttúru Íslands og auðlindir ber að vernda fyrir komandi kynslóðir. Ísland sé málsvari friðar og taki þátt í alþjóðasamstarfi í þeim tilgangi. Öryggi landsins skal tryggt. Ísland sé herlaust og kjarnorkuvopnalaust. Mín áherslumál Kjósendur geta borðið saman skilaboð Þjóðfundar 2010 við þau stefnuatriði sem ég setti fram 11. október. Þau eru: - Virkara og beinna lýðræði. - Þjóðaratkvæðagreiðslur. Að tiltekið hlutfall landsmanna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál (vil að svo stöddu ekki binda mig við ákveðið hlutfall, en vil hafa það sem lægst). Að þjóðaratkvæðagreiðsla með ströngu þátttökuákvæði dugi til að afgreiða breytingar á stjórnarskrá, frekar en tvennar þingkosningar. - Persónukjör. - Landið eitt kjördæmi. - Skýrari aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Ráðherrar gegni ekki löggjafarstörfum. - Ákvæði um mikilvæg verkefni Umboðsmanns Alþingis verði komið fyrir í Stjórnarskránni til að tryggja aðhald embættisins í þágu þjóðarinnar. - Ákvæði um ráðherraábyrgð og Landsdóm verði skýr og óyggjandi. - Heimild til bráðarbirgðalaga gildi eingöngu í neyðartilvikum. - Eignarhald auðlinda liggi hjá þjóðinni. Náttúruauðlindir, sem ekki eru háðar einkaeignarrétti (innskot - í þröngum og staðbundnum skilningi), verði lýstar þjóðareignir. Náttúruauðlindir og landsréttindi í þjóðareign megi ekki selja eða láta varanlega af hendi til einstaklinga né annara aðila. Þó megi veita heimild til afnota eða hagnýtingar á þessum auðlindum gegn gjaldi, sé hún tímabundin og háð endurskoðun. - Ákvæði um náttúruvernd verði í Stjórnarskránni, ekki síst um að heilnæmt vatn og loft, náttúran og fjölbreytni hennar, landslag, annað umhverfi og aðgengi að náttúru séu gæði sem allir bera ábyrgð á að nýtt séu með sjálfbærum hætti. Tryggja ber öllum rétt til heilnæms vatns, lofts og annars umhverfis og aðgengis að náttúru. - Aðskilnaður ríkis og kirkju. - Ákvæði um herlaust Ísland og bann við stríðsyfirlýsingum. - Staðfesting skipunar hæstaréttardómara lúti vilja aukins meirihluta Alþingis (2/3). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Vel heppnaður Þjóðfundur 2010 skilaði frá sér skýrum skilaboðum. Öllum aðalatriðum er ég sammála og sáttur við skilaboðin og get með góðri samvisku sagt að efsta og veigamesta stefnumál mitt sem frambjóðanda númer 7814 sé að hrinda skilaboðum Þjóðfundar 2010 í framkvæmd. Skilaboð Þjóðfundar Meginlínurnar í skilaboðum Þjóðfundar 2010 voru: Stjórnarskráin er sáttmáli sem tryggir fullveldi og sjálfstæði . Siðgæðisþema nýrrar stjórnarskrár skal vera mannvirðing, tjáningarfrelsi og tillitssemi. Allir skulu njóta mannréttinda svo sem tjáningarfrelsis, friðhelgi einkalífs, trúfrelsis og eignarréttar. Tryggja skal jafnræði fyrir lögum óháð kyni, trú, þjóðerni, kynþætti, búsetu og kynhneigð. Allir skulu njóta jafns réttar til náms, heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu. Á Íslandi skal vera virkt og gagnsætt lýðræði þar sem valdhöfum er settur skýr rammi, þar sem mannvirðing, ábyrgð og skyldur við þegna landsins eru höfð að leiðarljósi. Lýðræðið byggi á þrískiptingu valds, þar sem skyldur og ábyrgð ráðamanna eru skýr. Ráðherrar skulu ekki gegna þingmennsku ásamt ráðherraembætti. Þingseta þingmanna háð tímatakmörkunum og þeim fækkað. Ákvæði verði sett um kosningar með persónukjöri og um þjóðaratkvæðagreiðslur um mikilvæg málefni. Vægi atkvæða verði jafnt í einu kjördæmi Endurskoða þarf vald forseta Íslands og taka afstöðu til neitunarvalds hans. Skipan dómara skal endurskoðuð. Ríki og kirkja verði aðskilin. Náttúra og auðlindir landsins eru óframseljanleg þjóðareign sem ber að vernda, umgangast og nýta á sjálfbæran hátt þannig að aðgengi almennings sé tryggt. Náttúru Íslands og auðlindir ber að vernda fyrir komandi kynslóðir. Ísland sé málsvari friðar og taki þátt í alþjóðasamstarfi í þeim tilgangi. Öryggi landsins skal tryggt. Ísland sé herlaust og kjarnorkuvopnalaust. Mín áherslumál Kjósendur geta borðið saman skilaboð Þjóðfundar 2010 við þau stefnuatriði sem ég setti fram 11. október. Þau eru: - Virkara og beinna lýðræði. - Þjóðaratkvæðagreiðslur. Að tiltekið hlutfall landsmanna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál (vil að svo stöddu ekki binda mig við ákveðið hlutfall, en vil hafa það sem lægst). Að þjóðaratkvæðagreiðsla með ströngu þátttökuákvæði dugi til að afgreiða breytingar á stjórnarskrá, frekar en tvennar þingkosningar. - Persónukjör. - Landið eitt kjördæmi. - Skýrari aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Ráðherrar gegni ekki löggjafarstörfum. - Ákvæði um mikilvæg verkefni Umboðsmanns Alþingis verði komið fyrir í Stjórnarskránni til að tryggja aðhald embættisins í þágu þjóðarinnar. - Ákvæði um ráðherraábyrgð og Landsdóm verði skýr og óyggjandi. - Heimild til bráðarbirgðalaga gildi eingöngu í neyðartilvikum. - Eignarhald auðlinda liggi hjá þjóðinni. Náttúruauðlindir, sem ekki eru háðar einkaeignarrétti (innskot - í þröngum og staðbundnum skilningi), verði lýstar þjóðareignir. Náttúruauðlindir og landsréttindi í þjóðareign megi ekki selja eða láta varanlega af hendi til einstaklinga né annara aðila. Þó megi veita heimild til afnota eða hagnýtingar á þessum auðlindum gegn gjaldi, sé hún tímabundin og háð endurskoðun. - Ákvæði um náttúruvernd verði í Stjórnarskránni, ekki síst um að heilnæmt vatn og loft, náttúran og fjölbreytni hennar, landslag, annað umhverfi og aðgengi að náttúru séu gæði sem allir bera ábyrgð á að nýtt séu með sjálfbærum hætti. Tryggja ber öllum rétt til heilnæms vatns, lofts og annars umhverfis og aðgengis að náttúru. - Aðskilnaður ríkis og kirkju. - Ákvæði um herlaust Ísland og bann við stríðsyfirlýsingum. - Staðfesting skipunar hæstaréttardómara lúti vilja aukins meirihluta Alþingis (2/3).
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun