Þjóðfundarviljinn í Stjórnarskrá Friðrik Þór Guðmundsson skrifar 23. nóvember 2010 14:13 Vel heppnaður Þjóðfundur 2010 skilaði frá sér skýrum skilaboðum. Öllum aðalatriðum er ég sammála og sáttur við skilaboðin og get með góðri samvisku sagt að efsta og veigamesta stefnumál mitt sem frambjóðanda númer 7814 sé að hrinda skilaboðum Þjóðfundar 2010 í framkvæmd. Skilaboð Þjóðfundar Meginlínurnar í skilaboðum Þjóðfundar 2010 voru: Stjórnarskráin er sáttmáli sem tryggir fullveldi og sjálfstæði . Siðgæðisþema nýrrar stjórnarskrár skal vera mannvirðing, tjáningarfrelsi og tillitssemi. Allir skulu njóta mannréttinda svo sem tjáningarfrelsis, friðhelgi einkalífs, trúfrelsis og eignarréttar. Tryggja skal jafnræði fyrir lögum óháð kyni, trú, þjóðerni, kynþætti, búsetu og kynhneigð. Allir skulu njóta jafns réttar til náms, heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu. Á Íslandi skal vera virkt og gagnsætt lýðræði þar sem valdhöfum er settur skýr rammi, þar sem mannvirðing, ábyrgð og skyldur við þegna landsins eru höfð að leiðarljósi. Lýðræðið byggi á þrískiptingu valds, þar sem skyldur og ábyrgð ráðamanna eru skýr. Ráðherrar skulu ekki gegna þingmennsku ásamt ráðherraembætti. Þingseta þingmanna háð tímatakmörkunum og þeim fækkað. Ákvæði verði sett um kosningar með persónukjöri og um þjóðaratkvæðagreiðslur um mikilvæg málefni. Vægi atkvæða verði jafnt í einu kjördæmi Endurskoða þarf vald forseta Íslands og taka afstöðu til neitunarvalds hans. Skipan dómara skal endurskoðuð. Ríki og kirkja verði aðskilin. Náttúra og auðlindir landsins eru óframseljanleg þjóðareign sem ber að vernda, umgangast og nýta á sjálfbæran hátt þannig að aðgengi almennings sé tryggt. Náttúru Íslands og auðlindir ber að vernda fyrir komandi kynslóðir. Ísland sé málsvari friðar og taki þátt í alþjóðasamstarfi í þeim tilgangi. Öryggi landsins skal tryggt. Ísland sé herlaust og kjarnorkuvopnalaust. Mín áherslumál Kjósendur geta borðið saman skilaboð Þjóðfundar 2010 við þau stefnuatriði sem ég setti fram 11. október. Þau eru: - Virkara og beinna lýðræði. - Þjóðaratkvæðagreiðslur. Að tiltekið hlutfall landsmanna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál (vil að svo stöddu ekki binda mig við ákveðið hlutfall, en vil hafa það sem lægst). Að þjóðaratkvæðagreiðsla með ströngu þátttökuákvæði dugi til að afgreiða breytingar á stjórnarskrá, frekar en tvennar þingkosningar. - Persónukjör. - Landið eitt kjördæmi. - Skýrari aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Ráðherrar gegni ekki löggjafarstörfum. - Ákvæði um mikilvæg verkefni Umboðsmanns Alþingis verði komið fyrir í Stjórnarskránni til að tryggja aðhald embættisins í þágu þjóðarinnar. - Ákvæði um ráðherraábyrgð og Landsdóm verði skýr og óyggjandi. - Heimild til bráðarbirgðalaga gildi eingöngu í neyðartilvikum. - Eignarhald auðlinda liggi hjá þjóðinni. Náttúruauðlindir, sem ekki eru háðar einkaeignarrétti (innskot - í þröngum og staðbundnum skilningi), verði lýstar þjóðareignir. Náttúruauðlindir og landsréttindi í þjóðareign megi ekki selja eða láta varanlega af hendi til einstaklinga né annara aðila. Þó megi veita heimild til afnota eða hagnýtingar á þessum auðlindum gegn gjaldi, sé hún tímabundin og háð endurskoðun. - Ákvæði um náttúruvernd verði í Stjórnarskránni, ekki síst um að heilnæmt vatn og loft, náttúran og fjölbreytni hennar, landslag, annað umhverfi og aðgengi að náttúru séu gæði sem allir bera ábyrgð á að nýtt séu með sjálfbærum hætti. Tryggja ber öllum rétt til heilnæms vatns, lofts og annars umhverfis og aðgengis að náttúru. - Aðskilnaður ríkis og kirkju. - Ákvæði um herlaust Ísland og bann við stríðsyfirlýsingum. - Staðfesting skipunar hæstaréttardómara lúti vilja aukins meirihluta Alþingis (2/3). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Sjá meira
Vel heppnaður Þjóðfundur 2010 skilaði frá sér skýrum skilaboðum. Öllum aðalatriðum er ég sammála og sáttur við skilaboðin og get með góðri samvisku sagt að efsta og veigamesta stefnumál mitt sem frambjóðanda númer 7814 sé að hrinda skilaboðum Þjóðfundar 2010 í framkvæmd. Skilaboð Þjóðfundar Meginlínurnar í skilaboðum Þjóðfundar 2010 voru: Stjórnarskráin er sáttmáli sem tryggir fullveldi og sjálfstæði . Siðgæðisþema nýrrar stjórnarskrár skal vera mannvirðing, tjáningarfrelsi og tillitssemi. Allir skulu njóta mannréttinda svo sem tjáningarfrelsis, friðhelgi einkalífs, trúfrelsis og eignarréttar. Tryggja skal jafnræði fyrir lögum óháð kyni, trú, þjóðerni, kynþætti, búsetu og kynhneigð. Allir skulu njóta jafns réttar til náms, heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu. Á Íslandi skal vera virkt og gagnsætt lýðræði þar sem valdhöfum er settur skýr rammi, þar sem mannvirðing, ábyrgð og skyldur við þegna landsins eru höfð að leiðarljósi. Lýðræðið byggi á þrískiptingu valds, þar sem skyldur og ábyrgð ráðamanna eru skýr. Ráðherrar skulu ekki gegna þingmennsku ásamt ráðherraembætti. Þingseta þingmanna háð tímatakmörkunum og þeim fækkað. Ákvæði verði sett um kosningar með persónukjöri og um þjóðaratkvæðagreiðslur um mikilvæg málefni. Vægi atkvæða verði jafnt í einu kjördæmi Endurskoða þarf vald forseta Íslands og taka afstöðu til neitunarvalds hans. Skipan dómara skal endurskoðuð. Ríki og kirkja verði aðskilin. Náttúra og auðlindir landsins eru óframseljanleg þjóðareign sem ber að vernda, umgangast og nýta á sjálfbæran hátt þannig að aðgengi almennings sé tryggt. Náttúru Íslands og auðlindir ber að vernda fyrir komandi kynslóðir. Ísland sé málsvari friðar og taki þátt í alþjóðasamstarfi í þeim tilgangi. Öryggi landsins skal tryggt. Ísland sé herlaust og kjarnorkuvopnalaust. Mín áherslumál Kjósendur geta borðið saman skilaboð Þjóðfundar 2010 við þau stefnuatriði sem ég setti fram 11. október. Þau eru: - Virkara og beinna lýðræði. - Þjóðaratkvæðagreiðslur. Að tiltekið hlutfall landsmanna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál (vil að svo stöddu ekki binda mig við ákveðið hlutfall, en vil hafa það sem lægst). Að þjóðaratkvæðagreiðsla með ströngu þátttökuákvæði dugi til að afgreiða breytingar á stjórnarskrá, frekar en tvennar þingkosningar. - Persónukjör. - Landið eitt kjördæmi. - Skýrari aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Ráðherrar gegni ekki löggjafarstörfum. - Ákvæði um mikilvæg verkefni Umboðsmanns Alþingis verði komið fyrir í Stjórnarskránni til að tryggja aðhald embættisins í þágu þjóðarinnar. - Ákvæði um ráðherraábyrgð og Landsdóm verði skýr og óyggjandi. - Heimild til bráðarbirgðalaga gildi eingöngu í neyðartilvikum. - Eignarhald auðlinda liggi hjá þjóðinni. Náttúruauðlindir, sem ekki eru háðar einkaeignarrétti (innskot - í þröngum og staðbundnum skilningi), verði lýstar þjóðareignir. Náttúruauðlindir og landsréttindi í þjóðareign megi ekki selja eða láta varanlega af hendi til einstaklinga né annara aðila. Þó megi veita heimild til afnota eða hagnýtingar á þessum auðlindum gegn gjaldi, sé hún tímabundin og háð endurskoðun. - Ákvæði um náttúruvernd verði í Stjórnarskránni, ekki síst um að heilnæmt vatn og loft, náttúran og fjölbreytni hennar, landslag, annað umhverfi og aðgengi að náttúru séu gæði sem allir bera ábyrgð á að nýtt séu með sjálfbærum hætti. Tryggja ber öllum rétt til heilnæms vatns, lofts og annars umhverfis og aðgengis að náttúru. - Aðskilnaður ríkis og kirkju. - Ákvæði um herlaust Ísland og bann við stríðsyfirlýsingum. - Staðfesting skipunar hæstaréttardómara lúti vilja aukins meirihluta Alþingis (2/3).
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar