Innlent

Blóðbankinn óskar eftir fleiri blóðgjöfum

Vel gekk að safna blóði í gær en betur má ef duga skal
Vel gekk að safna blóði í gær en betur má ef duga skal Mynd: Teitur

Blóðbankinn þakkar þeim sem lögðu leið sína í bankann í gær og gáfu blóð. Þá söfnuðust 95 einingar og samkvæmt birgðastöðu í morgun voru þá til 598 einingar. Blóðbankinn stefnir á að eiga öryggisbirgðir sem samsvara minnst 800 einingum til að geta tryggt öryggi sjúklinga vegna skurðaðgerða, krabbameinsmeðferða og annarrar heilbrigðisþjónustu yfir jól og áramót. Því kallar starfsfólk Blóðbankans eftir áframhaldansi aðstoð og hvetur fólk til að gefa blóð í þessari viku.

Mótttaka blóðgjafa er opin í Blóðbankanum við Snorrabraut í Reykjavík sem hér segir:

Þriðjudagur 23. nóvember klukkan 8 til 15

Miðvikudagur 24. nóvember klukkan 8 til 15

Fimmtudagur 25. nóvember klukkan 8 til 19

Mótttaka blóðgjafa á Akureyri er opin mánudaga, þriðjudaga,miðvikudaga og fimmtudaga frá klukkan 8:15 til 14.

Blóðbankabíllinn verður við Ráðhúsið á Akranesi í dag, þriðjudag, klukkan 8 til 17.

í kjölfar mikils sparnaðar á Landspítalanum árið 2010 þá er að öllu jöfnu ekki með opið á föstudögum. Staðan verður þó metin á fimmtudag og þá ákveðið hvort einnig verður haft opið næstkomandi föstudag. Það er von starfsfólks Blóðbankans að vel safnist þangað til þannig að ekki þurfi að koma til þessarar auka opnunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×