Vörnuðu eiganda að vera viðstaddur eigið uppboð Valur Grettisson skrifar 18. nóvember 2010 13:50 Mótmæli Heimavarnarliðsins fyrir utan Stjórnarráðshúsið síðasta sumar. Myndin er úr safni. Mynd Anton Brink „Þetta var ekki gott," segir fulltrúi eiganda húsnæðis sem var boðið upp í morgun í Hafnarfirði en Heimavarnarliðið meinaði fulltrúa eiganda hússins að vera viðstaddur uppboðið. Fulltrúinn, sem heitir Guðmundur St. Guðmundsson, ætlaði að vera viðstaddur uppboð á Stekkjarkinn í Hafnarfirði en mætti þá Heimavarnarliðiðinu sem var þar á vegum íbúa hússins; tónlistarmannsins Hjartar Howsers. „Hún var eini skuldarinn," segir Guðmundur sem vildi ekki fara nánar út skaðann sem af hlaust vegna fjarveru hans. Eigandi hússins er fyrrverandi eiginkona Hjartar. Þegar Vísir hafði samband við Heimavarnarliðið vildi fulltrúi þess ekki gefa upp fullt nafn. Hann gaf aðeins upp fornafn sitt sem er Hörður. Aðspurður hvort það væri eðlilegt og samræmdist markmiðum Heimvarnarliðsins að koma í veg fyrir að eigendur, eða fulltrúar þeirra, væru viðstaddir uppboð á eigin eignum svaraði Hörður: „Við vorum fulltrúar íbúanda. Hann er réttmætur eigandi þó hann sé ekki skráður fyrir eigninni." Hörður vildi meina að fulltrúi eiganda hússins hefði verið sturlaður af bræði og ekki geta sýnt fullnægjandi skilríki. Þegar fréttamaður spurði hvort fulltrúa eiganda bæri að sanna tilgang sinn fyrir Heimavarnarliðinu sleit Hörður samtalinu. Þegar Vísir hafði samband við húsráðandann, Hjört sjálfan, sagðist hann sáttur við málalyktir miðað við hvernig málin væru orðin. Honum hefði verið gefin átta vikna frestur til þess að semja við Íslandsbanka. Nauðungarsalan fór engu að síður fram en eignin var slegin á tólf milljónir. Heimilið sem um ræðir er æskuheimili Hjartar og var áður í eigu foreldra hans. Hjörtur segir að hann hafi gert eignina upp. Hann og kona hans skildu fyrir tveimur árum en heimilið er skráð á hennar nafn. Skuldirnar eru gríðarlegar, eða á milli 50 og 60 milljónir að sögn Hjartar á meðan eignin er verðmetin á rétt yfir 30 milljónir króna. Eiginkonan fyrrverandi þarf að axla þá ábyrgð. „En ég verð að koma því á framfæri að Heimvarnarliðið kom fram af fyllstu kurteisi og þeir fóru aldrei yfir strikið," segir Hjörtur sem situr ekki uppi með gríðarlegar skuldir af eigninni. Hann tekur hinsvegar fram í samtali við Vísi að hann hafi stofnað til þessara skulda ásamt fyrrverandi konu sinni og myndi ekki skjótast undan að taka ábyrgð á þeim ásamt henni. „Heimavarnarliðið ljáði mér móralskan stuðning," segir Hjörtur svo sem segir Heimvarnarliðið hafa komið fram af virðingu. Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
„Þetta var ekki gott," segir fulltrúi eiganda húsnæðis sem var boðið upp í morgun í Hafnarfirði en Heimavarnarliðið meinaði fulltrúa eiganda hússins að vera viðstaddur uppboðið. Fulltrúinn, sem heitir Guðmundur St. Guðmundsson, ætlaði að vera viðstaddur uppboð á Stekkjarkinn í Hafnarfirði en mætti þá Heimavarnarliðiðinu sem var þar á vegum íbúa hússins; tónlistarmannsins Hjartar Howsers. „Hún var eini skuldarinn," segir Guðmundur sem vildi ekki fara nánar út skaðann sem af hlaust vegna fjarveru hans. Eigandi hússins er fyrrverandi eiginkona Hjartar. Þegar Vísir hafði samband við Heimavarnarliðið vildi fulltrúi þess ekki gefa upp fullt nafn. Hann gaf aðeins upp fornafn sitt sem er Hörður. Aðspurður hvort það væri eðlilegt og samræmdist markmiðum Heimvarnarliðsins að koma í veg fyrir að eigendur, eða fulltrúar þeirra, væru viðstaddir uppboð á eigin eignum svaraði Hörður: „Við vorum fulltrúar íbúanda. Hann er réttmætur eigandi þó hann sé ekki skráður fyrir eigninni." Hörður vildi meina að fulltrúi eiganda hússins hefði verið sturlaður af bræði og ekki geta sýnt fullnægjandi skilríki. Þegar fréttamaður spurði hvort fulltrúa eiganda bæri að sanna tilgang sinn fyrir Heimavarnarliðinu sleit Hörður samtalinu. Þegar Vísir hafði samband við húsráðandann, Hjört sjálfan, sagðist hann sáttur við málalyktir miðað við hvernig málin væru orðin. Honum hefði verið gefin átta vikna frestur til þess að semja við Íslandsbanka. Nauðungarsalan fór engu að síður fram en eignin var slegin á tólf milljónir. Heimilið sem um ræðir er æskuheimili Hjartar og var áður í eigu foreldra hans. Hjörtur segir að hann hafi gert eignina upp. Hann og kona hans skildu fyrir tveimur árum en heimilið er skráð á hennar nafn. Skuldirnar eru gríðarlegar, eða á milli 50 og 60 milljónir að sögn Hjartar á meðan eignin er verðmetin á rétt yfir 30 milljónir króna. Eiginkonan fyrrverandi þarf að axla þá ábyrgð. „En ég verð að koma því á framfæri að Heimvarnarliðið kom fram af fyllstu kurteisi og þeir fóru aldrei yfir strikið," segir Hjörtur sem situr ekki uppi með gríðarlegar skuldir af eigninni. Hann tekur hinsvegar fram í samtali við Vísi að hann hafi stofnað til þessara skulda ásamt fyrrverandi konu sinni og myndi ekki skjótast undan að taka ábyrgð á þeim ásamt henni. „Heimavarnarliðið ljáði mér móralskan stuðning," segir Hjörtur svo sem segir Heimvarnarliðið hafa komið fram af virðingu.
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira