Innlent

Fundu 125 kannabisplöntur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í austurborginni um miðjan dag í gær. Í tilkynningu segir að við húsleit á staðnum hafi fundist um 125 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar.

„Á sama stað var einnig lagt hald á gróðurhúsalampa og annan búnað sem tengist starfsemi sem þessari. Húsráðandi, karl á fimmtugsaldri, játaði aðild sína að málinu," segir ennfremur.

Fyrrnefnd aðgerð er liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna en sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×