Svínaflensan tekur sig upp aftur hér á landi Hafsteinn Hauksson skrifar 22. desember 2010 18:30 Svínaflensa greindist í ungum manni í gær og er fyrsta tilfellið í ár. Fregnir af svínaflensu bætast ofan á magakveisufaraldur sem geisað hefur undanfarið. Engin tilfelli af inflúensu höfðu greinst síðan svínaflensan gekk yfir undir lok síðasta árs fyrr en í gær. Þá greindust tvö tilfelli, annars vegar svínaflensa í ungum manni og árstíðabundin inflúensa í eldri konu. Haraldur Briem, sóttvarnalæknir, segir að þetta sé til marks um að flensan sé að taka sig upp að nýju. „Já, tvímælalaust. Þetta tengist nágrannalöndum okkar, annað tilfellið hefur tengsl við Bretland þar sem svínainflúensa er að ganga núna og valda talsverðum usla. Það hefur verið eitthvað um dauðsföll þar og álag á gjörgæsludeildum, en almennt séð verða menn ekki mikið varir við inflúensufaraldurinn úti í samfélaginu," segir Haraldur. Haraldur segist telja að svo stór hluti þjóðarinnar hafi ýmist verið bólusettur eða þegar fengið pestina að litlar líkur séu á að faraldurinn verði eins stór og í fyrra. Embætti Landlæknis hvetur þó fólk í áhættuhópum, og þá sem enn hafa ekki bólusett sig, til að láta af því verða, bæði fyrir svínaflensunni og árstíðabundnu flensunni. Fregnir af svínaflensunni bætast ofan á nóróveirufaraldur, sem valdið hefur magakveisu með uppköstum og niðurgangi hjá fjölda Íslendinga undanfarið og Haraldur segir að sé bráðsmitandi. „Hún smitast bæði með hósta og saurmengun, svo hún dreifir sér auðveldlega. En ég er nú að vona að þetta sé að ganga yfir, en þetta hefur verið mikið álag í samfélaginu." Því skiptir handþvottur máli að sögn Haraldar, og að fólk gæti sín að hósta ekki nálægt öðrum og haldi sig heima ef það veikist til að hefta útbreiðslu sjúkdómanna. En er fólk dæmt til að missa af jólamatnum ef það veikist af nóróveirunni um hátíðarnar? „Einkennin segja til um það. Ef mönnum er farið að líða vel, þá geta þeir farið að borða eins og venjulega, hægt og rólega, og sjá hvað þeir þola." Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Svínaflensa greindist í ungum manni í gær og er fyrsta tilfellið í ár. Fregnir af svínaflensu bætast ofan á magakveisufaraldur sem geisað hefur undanfarið. Engin tilfelli af inflúensu höfðu greinst síðan svínaflensan gekk yfir undir lok síðasta árs fyrr en í gær. Þá greindust tvö tilfelli, annars vegar svínaflensa í ungum manni og árstíðabundin inflúensa í eldri konu. Haraldur Briem, sóttvarnalæknir, segir að þetta sé til marks um að flensan sé að taka sig upp að nýju. „Já, tvímælalaust. Þetta tengist nágrannalöndum okkar, annað tilfellið hefur tengsl við Bretland þar sem svínainflúensa er að ganga núna og valda talsverðum usla. Það hefur verið eitthvað um dauðsföll þar og álag á gjörgæsludeildum, en almennt séð verða menn ekki mikið varir við inflúensufaraldurinn úti í samfélaginu," segir Haraldur. Haraldur segist telja að svo stór hluti þjóðarinnar hafi ýmist verið bólusettur eða þegar fengið pestina að litlar líkur séu á að faraldurinn verði eins stór og í fyrra. Embætti Landlæknis hvetur þó fólk í áhættuhópum, og þá sem enn hafa ekki bólusett sig, til að láta af því verða, bæði fyrir svínaflensunni og árstíðabundnu flensunni. Fregnir af svínaflensunni bætast ofan á nóróveirufaraldur, sem valdið hefur magakveisu með uppköstum og niðurgangi hjá fjölda Íslendinga undanfarið og Haraldur segir að sé bráðsmitandi. „Hún smitast bæði með hósta og saurmengun, svo hún dreifir sér auðveldlega. En ég er nú að vona að þetta sé að ganga yfir, en þetta hefur verið mikið álag í samfélaginu." Því skiptir handþvottur máli að sögn Haraldar, og að fólk gæti sín að hósta ekki nálægt öðrum og haldi sig heima ef það veikist til að hefta útbreiðslu sjúkdómanna. En er fólk dæmt til að missa af jólamatnum ef það veikist af nóróveirunni um hátíðarnar? „Einkennin segja til um það. Ef mönnum er farið að líða vel, þá geta þeir farið að borða eins og venjulega, hægt og rólega, og sjá hvað þeir þola."
Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira